Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 82
76
Hleypidómar í vestrænni sagnaritun.
iðunn;
ar hamn hugðist að hertaka Grikkland! Það er ótrúlegt
í mesta máta, að Xerxes hefði getað safnað slíkum her
í löndum sínum, sem voru tiltölulega strjálbygð, jafnvel
þótt hann hefði talið, að svo mikils þyrfti við. AÖrir
sagnfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að
Djengis Khan, hinn mikli mongólski herkonungur, sem
kom fram á sjónarsviðið um 1500 árum seinna, hafi
ráðið yfir stærsta her, er nokkru sinni hafi staðið undir
stjórn eins manns; þó taldi ekki her hans meira en 700
þúsunda. Og jafnvel þótt Xerxes hefði tekist að safna
slíkum óhemju-her sem þeim, er Herodot talar um,
hvernig hefði svo átt að beita honmm og afla honum
vista í litlu landi og fátæku eins og Grikkland var?
Vestrænir sagnaritarar hafa — sjálfrátt eða ósjálfrátt
— myndað með sér hring til að bera lof á Grikki og
niða andstæðinga ]>eirra. Að eins sárfáir sögumenn hafa
gert sér far um að lýsa Grikkjum eins og þeir voru:'.
iygnir, grimmir, sviksamir, drengskaparlausir gagnvart
sigruðuin andstæðingum með þrönga og smáskorna
skooun á heimdnum. Stillum svo upp á móti þeim Pers-
um, eins og sjálfir grísku sagnaritararnir Xenofon og
Plutark lýsa þeim : sannorðir, falslausir, riddaralegir við
óvini, ófáanfegir til að hata nokkurn mann fyrir það
eitt, að hann var af annari þjóð.
Yfir sögu Rómverja hafa vestrænir sagnaritarar varp-
ao' hinu inesta villuljósi. Hersigrar Rómverja og landa-
nám hefir verið blásið upp í gifurlegar stærðir, þótt
rómverska ríkið, jafnvel þegar það var víðlendast og
voldugast, næði aldrei líkri stærð og ríki Araha seinna
á öldum; Rómverjar eignuðust heldur aldrei hersnilling,
sem að landvinningum slagaði upp í Djengis Khan eða.
Tamerlan. Um grimd í hernaði stóðu Rómverjar ekkert
að baki Assyríumönnum — munurinn er sá einn, að