Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 83
ÍÐUNN
Hleypidór.iar í vestrænni sagnaritun.
77
sagnariturunum hefir orðið tíðræddara unr grimd lúnna,
síðarnefnriu. Heima fyrir voru Rómverjar reglulegar
þrælasálir, sem poldu hverjum vitfirringnum á fætur
öðrum, er á keisarastóli sátu, ofbeldi og grimdarverk;
«n söguna rituðu vinir peirra, hinir vestrænu sagnarit-
arar, sem aldrei hafa þreyzt á að telja oss trú um, að
ástin á frelsinu sé aðalsmark vestrænna þjóða. Hernám
Rómverja í Suður- og Vestur-Evrópu var frá siðferði-
legu sjónarmiði engu afsakanlegra en t. d. það, ef Þjóð-
verjar iegðu undir sig Frakkland. Við það skal kann-
ast, að á móti þessum sökum vegur ýmis konar hagn-
aður, sem þeir færðu hinum undirokuðu þjóðum. En
mundu Bretar og Gallar hafa játast undir yfirráð Rómf
verja af fúsum vilja, jafnvel þótt þeir hefðu getað séð
fyrir þau þægindi, sem þessi yfirráð mundu færa þeim
og niðjum þeirra? Sennilega ekki. Að minsta kosti
stæra þjóðverjar nútímans sig af, að forfeður þeirra
hrundu árásum Rómverja á sinni tíð — vel vitandi, að
nieð því var koniið i veg fyrir, að þessir forfeður
kæmust í samband við hærri siðmenningu en ]>eir áttu
sjálfir.
Alveg eins og Forn-Grikkir gátu ekki litið Persa réttu
auga, ains var Evrópuþjóðum miðaldanna kent að níða
og hata Múhameðsmenn. Hatrið á Múhameðsmönnum
átti ekki rót sína í þvi, að þeir væri snauðir að menn-
fngu. Arabar á Spáni stóðu á hærra menningarstigi en
bae&i Evrópumenn samtíðarinnar og Rómverjar fornald-
arinnar. Hatrið stafaði af því, að þetta voru austrænir
ntenn. Hlutlaust hugsandi maður á öröugt með aö skilja
hinn mikla fögnuð sagnaritaranna yfir ósigri Araba við
l'ours (732). Hefðu Arabar unnið þá orustu, mundu þeir
liafa upplýst Evrópu með hámenningu sinni 700 árum
■áður en endurreisnin kom. En í augum vestræns sagna-