Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 86
'80
Blaðasalinn á Austurbrú.
iðunn
Eg veit það ekki. En þó kann eg æfisögu jjína, aðaJ-
efnið í henni.
Fötin þín skýra frá efnahag þínum. Vöxturinn gefur
til jkynna störfin á liðnum árum. Vangi þinn lætur í
ljós, hvernig fæði þú hefir. í augunum birtist löng saga
um þrotlausa baráttu og marga ósigra. Þar sést aö eins
vonleysi hnignandi manns. Dauðinn er búinn að setja
• á þig mark sitt.-----
Eg veit ekki hvað þú heitir eða hvað ])ú ert gamall.
Þú getur verið sextugur að aldri, en þarft ekki að verá,
nerna rúmlega tvítugur. Augun hreyfast ekki. 1 þeim er
naumast hægt að sjá neitt líf. Á brúnir og vanga eru
ristar rúnir, sem fáir sikilja. ,
Þú heyrir engri stétt tiJ, ókunni vinur. Mannfélagið
kærir sig ekki um þig og hefir varpað þér út á götuna,
Borgararnir geta ekki haft neitt gagn af þér. Þess vegna
fyrirlíta þeir þig. ---
Vindurinn þýtur og regnið lemur gluggana. Atvinnu-
lausi blaðasalinn kippist við. Hann bítur sarnan tönnun-
um og fer að berja sér. Þá sé eg að ha'nn reikar á fót-
unum. Líkami hans er sem vöðvalaus beinagrind. Svo
hallar hann sér upp aö veggnum og blæs í kaun.
— Eg hefi staðið viö einn búðargluggann. Nú geng
eg fram hjá og rétti honum 50 aura. Hann hneigir sig
djúpt. Þá inæti eg augum hans í fyrsta sinn. Þar er
ekkert að sjá, nema hyldjúpt myrkur. Drættirnir við
munninn eru dýpri, hrukkurnar á enninu stærri, augun
daprari en noikkru sinni fyr.--------
Prúðbúið fólk gengur fram hjá. Það virðist ekki sjá
blaðasalann, sem stendur upp við múrinn — og skelfur.
Bifreiðar og sendisveinar fiytja jólagjafir og jólagleði
inn á heimili góðra manna.
- Ljóssins hátíð er að byrja. Friður á jörðu.
■ i