Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Qupperneq 91
idunn
Inngangur að Passíusólmunum.
85
sagnameistararnir vilja vera láta, heldur er kve'ðskap
hans mieð ])essari skýringu lagður til gildisgjafi, sem
er í senn sálfræðilegur og eðlisrökréttur. Ljóðuim hans
er sköpuð samræmisbundin undirstaða, ef svo mætti
segja, — veitt viðtaka í samræmi við eðli þeirra, þau
eru áJitin andvörp syndugs, holdsveiks beiningamanns,
sem trúir á Drottin og leitar endurlausnar sinnar í
kornbindini Jesú, en elskar, meðan hann andvarpar,
persónugerving heiðindóms, afguðadýrkunar og for-
áttu.
Hinn efnaði vegsæli liöfðingjavinur og hástéttarmað-
ur sagnameistaranna, giftur frómri og guðhræddri heið-
urskonu, hraustur og mikilsmetinn fram á elliár, —
það er ekki Hallgrímur Pétursson. Sá Hallgrímur Pét-
ursson, sem þeir hafa stofnað meðal sín, samkvæmt
kirkjubókum og öktum, hann kann að vera góður fyrir
þá, enda er bezt, að þeir njóti hans fyrir sig; það er
ekki sá Hallgrímur Pétursson, sem þjóöin hefir séð
fyrir sér i söng á föstukvöldum aldanna, sem hún hef-
ir samsamast og gert að sínum eigin, þannig, að ómögu-
legt er aö sjá, hvar Hallgrímur Pétursson endar og
þjóðin byrjar — alveg á sama hátt og Hallgrímur Pét-
ursson samsamaðist Jesú í söng sínum og geröi liann
að sínu alten ecjo (öðru eð'li) með svo gagngerðum
hætti, að ómögulegt er að gera sér grein fyrir þvi,
hvar takmörkin liggja millx Hallgríms og Jesú í Pass-
íUsálmunum, hvar Jesús endar og Hallgrimur byrjar..
2. SIÐBÓTIN.
Þaö er erfitt að skapa sér óháða rannsóknarafistöðu.
gagnvart skáldskap Hallgrínxs Péturssonar án þess að
hafa til hliðsjónar kenninguna um hin stööugu vixland-