Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 95
IÐUNN
Inngangur að Passíusálmununi.
89'
(irrationel) lausn á vandkvæ'öum mannsins, þar sem
hin samsvarandi byltinigarhugmynd Jýðanna á vorum
dögum haslar sér völl i.nnan fullkomlega ræðra talr-
marka.
í þessu er sem sagt endurlausnin fólgin: Maðurinn
á aö þola ok sitt bljúgur sanikvæmt vilja hinna þursa-
legu máttarvalda, sem heiminum ráða. Og til þess að
sefa Jtrælinn undir okinu er hann bólusettur með hinni
austurlenzku goðsögn um Jesú, þolandann alfullkomna,
sem í eðii sínu er að eins prótótýpa eða frumgervingur
og samnefnari þess, sem kalla mætti hinn fótum troðna,
svívirta mann. Þetta er óminnislyfið, sem út gengur til
lýðsins, ýmist frá samrunninni, hálf-samrunninni eða
sundurlyndri yfirstétt klerka og konungsvalds, en þessi
tvö höfuðafbrigði samsvara hinum borgaralegu flokkum
nútímans, sem til skiftis varpa á sig grimu „hægri"
og „vinstri‘, „frjálslyndis" og „íhalds" gagnvart full-
komlega heimskáðri alþýðunni, en ber raunverulega
ekki annað á milli en |)að, hvor eigi að hafa einkar
rótt á þursanum. En á þessum tímamótum hefir, eánis
og fyr segir, sameining krúnunnar og kirkjunnar átt
sér staö í danska rikinu, og það má í raun réttri
segja, að sú nýskipun sé rikjandi á íslandi frá þeim
degi, aö Jón biskup Arason er Jeiddur út. En á sama
degi er líka viÖnám alþýðunnar gegn hinum „borg-
aralegu" flokkuim á enda; krúnan hefir sölsað undir
sig einkaréttinn á endur.lausnarkenningunni og stendur
sem saineinað afl, stjórnarfarsJega og siðferðilega, gegn
lýönum, og hefir um Jeiö alt ráð hans í hendi sér, þar
sem hann hafði áður barist gegn dreiföu afli, eöa með
nákvæmara orðalagi, ]>ar sem áður höfðu tvö öfl
barist um yfirráðin á honum. Hið svo kallaða verald-
lega vald er alt í einu orðið „af guöi lifanda", og í senn.