Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 97
HÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
91
'kastaö á [raö noikkru ljósi, um Leið og r.aktir verða
tdl gagnrýni ýmsir hinna virkari ávaxta [>ess.
Hin ríkasta tjáning réttlætishugtaksins birtist Í goðinu
Drottni eða Guði föður, neiðiþrunginni karlveru, sem
er í sífeHu með harðleiknustu meðulum að fullnægja
réttlæti sínu á jarðneskum mönnum, en mennirnir
eru samkvæmt hinni hreinu kenningu, eins og bók-
mentirnar tjá hana, og með eigin orðum tímanna, sví-
virðilegir þrælar, saurug svín og argvítugri en hundar.
Samkvæmt kenningu þessari eru mennirnir hlaðnir
miestu ókynstrum, bæði af tiltölulega raunverulegum
glæpum (syndin) og sömuleiðis óræðum (erfðasyndin),
sem útmálaðiT eru í bókmentunum með mjög öfga-
fullu tungutaki og skopleysi, sem nálgast [)að að vera
skoplegt í sjá.lfu sér, enda hafa helgiljóð pessara tíma
orðið sígild paródisk stílfyrirmynd. Pað, sem Drottinn
gerir og hugsar, er hiö fullkomna réttlæti, og er því
hver sá inaður honum þekkur, sem fullsáttur er við
sérhvað, sem hann lætur yfir dynja til fullnægingar
vilja sínum. Þessir réttlátu rnenn öðlast síðan endur-
lausn eftir dauðann, en endurlausnin er i ]>ví fólgin að
fá að koma í hina eilífu borg Drottins sýknaður fyrir
tilverknað Jesú af öllum glæpum sínum, og verður
Drottinn þeim þá eilíflega góöur upp frá því; verður
von bráðar vikið að þessu. Til þess að sjiara frekari
heimabakaðar skilgreiningar á afstöðunni milli Drott-
ins og jarðneskra (óendurleystra) manna, skal hér
vitnað í orð aldarinnar sjálfrar.1) Eftirfarandi vísur eru
upphaf á frægum sálmaflokki frá þessari öld:
1) l>ar sem ritgerð |>essi er ekki rannsókn á einstökum höfundum,
heldur liugarfari pví yfirleitt, sem liggur til grundvallar Passíusálmunuin,
veröa hér ekki aðrir höfundar nafngrcindir en Hallgrimur, nema sérstakt
^ilefni gerist.