Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 98
92
Inngangur að Passíusálmunum.
iðunn;
Quð, heilagi herra minn, / hefi ég, aumur þrællinn þinn, /
syndaeitur svo inndrukkið, / eins og jörð vatni tekur við.
Víst er mín synd úr máta mjög / mörg, ung, gömul og
svívirðileg, / en þín reiði sá eldur er / óguðlegum, sem
fortærir.
Réttlæti alt, sem orkað gat, / er sem blóðsjúkrar kvinnu
fat, / ó, hvað ranglætið ilt og frekt / er þá fyrir þér
svívirðilegt.
Annað skáld segir svo:
Uþp í himnahæðir / hrópið fslands glæpa / náir að
sönnu nú, / þreytt er þolinmæði / — það má lýðurinn
æpa — / föðurins fyrri sú. / Sverðið hans úr slíðrunum
er dregið / að seðja sig á Guðs óvinum fegið, / frá oddi
að hjöltum alt í blóði þvegið.
í bókmentum þessara tima er viðstöðulítið kveinað
undan reiði Drottins, sem á þjóöinni hvílir og fram
komur í pláguin og eymd, en er þó engu að síður tákn
réttlætis hans. Tvö algeng dæmi:
Drepsótt, hungur, dauða og stríð, / Drottins vöndur
hefir með sér / að hrekja og slá þann hrekkjalýð, / sem
horium er jafnan móti þver.
Og:
Magnast einnig sóttin sára, / sullir, mæði, kaunin verst, /
fæstir bíða elliára, / út af fellur blómið flest; / kann ég
ei fyrir treganum tára / að telja það oss' plágar mest.
Þó yrkir eitt skáld einkennilegt kvæði til að sanu-
færa guðinn með skynsamlegum rökum um, aö ]iað
sé óhagsýnt af honum að ætla sér að slökkva alt
mannlíf út i landinu með hörmungum þeim, sem hann
sendir landslýðnum í reiði sinni, og muni með sliku
háttalagi síðast enginn standa eftir uppi til þess að
lofa hann og prísa:
Nafn þitt enginn dýrkar dauður / dufti i, né þakkar
þér, / eður vítt um himin og liauður / hjálpræði þitt