Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 99
HÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
93
kunngerir, / látinn, fúinn, fölur og snauður / framar ei
þín verkin tér.
Víða kennir á freklegan hátt hinnar sérkennilegu
grimdardýrkunar kristins dóms, og segir svo í sama
kvæði og siðast var í vitnað:
Á þrjóska menn og þeirra sæði / og þá, sem engir ráða
við, / er forsmá þína þolinmæði, / þá lát danza heljar-
stig; / auðmjúka þin gæzkan græði, / góðfúsum ég líknar
bið.
Hér kemur frarn grundvallarhugsunarháttur tímanna
svo nakinn, að allar frekari skýringar gerast óþarfar.
I síðustu Ijóðlínumi þessarar ívitnunar er skírskotað
til ]>ess eiginleika Drottins, sem andstæður er grimd
hans, gæzkunnar, eða eins og kallað er á máli dul-
fræðanma: náð hanis. Pessi jákvæði eiginieiki er fólg-
'inn í því, að hann tekur hina réttlátu („auðmjúku" og
,,góðfúisu“) í sátt eftir að þeir eru dánir og endur-
leysir þá. Þetta gerist þó ekki fyrir þeirra eigin verð-
skuldan, heldur eru þeir sýkn.aðir af „glæpum“ sínuin
•eftir dauðann og kallaðir góðir, — en ])ó því að eins,
að þeir hafi dýrkað nægilega grinid þá, sem Drottinn
beitti Jesú, son simn, ])egar hann fórnaðá sjálfum sér
honum sem borgun fyrir glæpi mannanna (hugsana-
gangurinn er óneitanlega mjög óskýr og að sama
skapi óhlutkendur, eins og venja er til um villimannleg
trúarbrögð). En þessa náð eða gæzku ])reytast bók-
'mentirnar ekki á að Jofa, niitt í hugleiðingunum um
hina réttlátu reiði hins sama guös við þá, meðan þeir
enn eru jarðneskir menn. Hið himneska ásigkomulag
m'annanna eftir endurlausnina er víða rómað í bókment-
um þessum með oröum og myndum svipuðum og nú
á dögum eru við höfð af skáldlegum hrifningamönnum
um væntanlegt ástand mannanna eftir byltinguna. Það