Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 100
94
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNNi
tengihugtak Drottins, sem nefnt er Himnaríkd, er riki
mannlegra óskadrauma, að eins hugsað á óræðu, há-
spekilegu sviði:
Er þar Quð allra bezti / augum vorum prýði ný, / hun-
angs-seimur sætasti, / söngur fagur eyrum í, / balsamkær
bezt sem skarta / blómstur skær mjúk að snerta, / hver
það fær, hvað hans girnist hjarta.
Sama skáld kemst einnig þannig að orði:
Eilíft lífið er æskilegt / ekki neinn giftist þá, / englum
líkir í æðstu mekt / eigum vér Quð að sjá, / vizka
sigur, dýrð, virðing manns / vegsamleg mjög þá er, / svo-
aldrei kunni hjartað hans / hana að skynja hér. / Inndæli
er það allra mest / auglit Drottins að skoða bezt, / alla
blessun það undirbýr, / alla heill, dýrð og náð, / alt
eftirlæti að oss snýr, / alt batnar þá vort ráð, / alt and-
streymi svo á burt flýr / aldrei snertir oss það. / Útvöld-
um Guðs svo geðjist geð, / gestaboð er til reitt, / kláravín,,
feiti og mergur með / mun þar til rétta veitt, / soddan
veizlu vér sitjum að / sælir um eilíf ár, o. s. frv.
Hallgrimur Pétursson yrkir einnig mjög tegundar-
hreint kvæði um sælu himnaríkis, og skulu hér til
færðar þrjár vísur af því:
Upp, upp mín sál, og ferðumst fús / friðarins borg að'
ná, / þar ununarsamleg eru hús / æskileg Guði hjá, / þar
sáluhjálp án enda er, / án dauða líf eilíft, / án hrygðar
gleðin aldrei þver, / angri þar verður svift, / án myrkra
ljósið aldrei dvín, / eilífur gleðidagur skín; / veikleiki,
ótti, víl né þrá / verður ei nokkur þar, / harmurinn eng-
an -mæða má, / mein ekkert snertir par, / gefi oss að
öðlast gleði þá / Guð Drottinn allsherjar.
Þar er prísuð í þeirri borg / þrenningin guðdóms há; /
hennar um gervöll heyrist torg / hljóðfögur músícá; / þar
er án elli æskan lirein, / án veiki heilsan klár; / þar
snertir ei hið minsta mein / mann neinn um eilif ár; /
allri Drottins með englahirð / útvaldir búa í þeirri dýrð, /
hverrar gleðinnar yndið er / andlitið Guðs að sjá; / ódauð-