Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 101
IÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
95.
legleika íklæddir / og eilífri birtu há, / kórónur þeirra
hefir liver / höfðum gulllegar á.
Ö, hve farsæl að er sú tíð / þá erum komnir þar / og.
eftir liðna heimsins hríð / heitum Guðs borgarar; / frá
allri mæðu, eymd og þrá / erum þá loksins frí, / heiður,
dýrð, gleði hljómar þá / himnesku landi í; / æ, hvað
fagnaðar vegsemd vór / vera mun háleitlega stór, / þá
endurlausnarinn afhendir / ástkærum föður oss; / faðminn
á móti blítt breiðir, / býður fram ástarkoss, / hrygð og
mæða þá horfin er, / hörmung og tárafoss.
Það er eftirtektar vert, að miðþyngdarstaöur þess-
ara kvæða er hin einfalda þrá ex mancipiea. Menn
ímynda sér, að þeir séu komnir til valda og orðnir
hirðmenn hjá miklum konungi, gæddir vizku, sigri,
dýrð og viröingu, alt á hofmannlega vísu; ríkishug-
myndin er vitanlega einveldi. Þeir sitja i nánd við kon-
unginn sjálfan, vanaliega klæddir í hvítt, með kórónu
á höfðinu, þurfa ekki lengur að erfiða í sveita síns
andlitis, heldur eru fullkomin hástétt, sem lifir i mildu
Ijósi, hlustar á fagran söng, áhyggjulausir, sitja að;
dýrum krásum og eru lausir við þau óþægindi, sem af
kynferöinu leiða, jafnvel hjónabandið sjálft, sem var
þó hið eina heiðarlega form kynferðilegrar sambúðar á
öld þeirra. Menn lifa hér sem sagt í vellystingum
praktuglega, eins og höfðingjastéttir aldarinnar: „ait
eftirlæti að oss snýr“ — hér vaxa fögur blóm, eins og
í görðum höfðingjanna, og iiinir endurleystu mega jafn-
vel snerta þau, en „sætur hljóðfærasöngur hljómar sí-
feldlega“. Veizlugleði hinna endurleystu, eins og lýst er
í sálmi séra Sigurðar Jónssonar, þar sem á borðum
er kláravín, feiti og mergur með feitinni, hefir oft verið
gerð að hlátursefni á síðari tímum, og mönnutm verið
gjarnt að álíta þessa feitmetisdrauma hótfyndni eina.
En hér liggja fullkomlega raungætir gerendur til grund-