Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 102
96
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
vallar. Munnmælin um töfrakraít mannsístrunnar, þjóð-
sagan um manninn, sem öllu neitaði á krossgötum
nema floti (svo óskiljanleg sem hún virðist vorum
tímum), hermisálmurinn, |>ar sem skáldið óskar, að
fjöll og háLsar væru orðnir að floti og tólg og frónið að
sméri (svo gripin séu nokkur dæmi af handahófi) —
öll pessi ísókn í feitmetið, sem pjóðinni hefir verið svo
samgróin, að hún hefir samlagað hana himnarikis-
drauniium sínum og endurlausninni, heyrir greinilega
undir lögmál líkamseðlisfræðinnar: túlkar að eins fíkni
klæðlítilla og kolvetnasnauðra manna í hitagæf nær-
iirgarefni.
Önnur höfuðpersóna goðafræðinnar og ekki óvirkari
páttur í framkvæmd réttlætisins en reiði Drottins er
freistarinn, sem um Leið er kválarimn og böðullinn,
höfuðsikepna kvalræðisins í öllum hugsanlegum mynd-
um, Djöfullinn.
Tvíhyggjan, sem svo mikið er gert úr í dulfræöunum
sjálfum, guðfræðinni svo kölluðu, þ. e. a. s. kenningin
um stríðið, sem þessi tvö goðmögn eiga að heyja, þar
sem annar er kailaður góður og hinn vondur, er
venjulega of mjög bundin áherzlu í umfjöllunum um
trúarbrögð pessara tíma, eins og þau voru í fram-
kvæmdinni og eins og þau endurspeglast í bókmentun-
um, enda þótt tvíhyggja þessi sé allgneinileg þar, sem
hún á heima uppruna.lega i sinu tegundarhreina formi,
t. d. Zoroaster-trúarbrögðunum og öðrum töfratrúm
austrænum (þar sem báðir guðirnir, Ormazd og Ahrk
man, hinn góði og hinn iili, eru þó tvíburar). Drottinn
og DjöfuLlinn eru í trú 17. aldarinnar ekki andstæð
né ósamkynja meginrök, heldur bæta þeir hvor annan
upp á hlutfallslega sama hátt og t. d. dómari og
böðulJ, og eru fyrst báðir til samans hin fuHkomma