Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 106
100
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
í krafti embætta sinna. Þótt flokkaskiftingin sé ekki
glógg og víða mjótt á munum milli hóstéttarinnar og
lýðsins, eins og t. d. í bóikmentum skáidprestanna, sem
oft eru hálfir af hástéttinni, hálfir af lýðnum, pá má t.
d. telja rit Þórðar Þorlákssonar beinan boðskap hástétt-
arinnar til alþýðu, en rit hans, sem áður hefir verió
minist, heitir: „Einn lítill sermón um Helviti og kvalir
þeirra fordæmdu.“
„Látum os,s jafnan vera fyrir hugskotssjónum ógn
helvízkra kvala,“ segir hann. Hann hefur boðskap sinn
með ádrepu til þeirra, „sem vilja lifa sjálfráðir," þ. e.
a. s. ekki beygja sig undir vilja Drottins, og kemst
þannig að orði:
„Peir finnast allinargir, seni halda, að alt, seni talað er
og skrifað um helvízkar kvalir, sé ekki annað en einn
diktur og skröksaga, uppþenkt til að hræða og skelfa menn.
svo þeir skuli ekki lifa sjálfráðir."
En höf. vitnar um þetta I ýmis heilög rit, og sýnir
fram á, samkvæmt þeim,
,,að Helvíti sé enginn fánýtur diktur, heldur einn hræði-
legur hefndarstaður þess stranga dómara á himnum.“ . . .
„Hitt skulu allir vita fyrir víst,“ segir hann, „að Helvíti
er einn ómælanlega ógnarlegur og skelfilegur kvalastaður,
livar eð djöflarnir og allir fordæmdir menn líða eilíflega
jiínu og bölvun.“
Eftir að höf. hefir lýst þeim herfilegustu kvalastöð-
Um, sem upphugsanlegir eru á jörðinni, eins og t. d.
dýflissur sums staðar í löndum,
„sem eru ekki að eins myrkar, þröngar og illa lyktandi,
heldur og einnig fullar með höggorma og eiturpöddur, svo
margir kjósa heldur að láta lífið strax en koma þar inn
um stundarsakir,"
— ])á segir hann: