Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Qupperneq 107
IÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
101
„En hvað eru þessi dæmi að reikna hjá þvi ofboði, sem
standa mun af því helvízka kvalanna fangelsi, annað en
svo sem gaman og harnagæla? Því að ógn helvízkra
kvala er svo yfirvættis grimm og geysilega mikil, að sjálfir
djöflarnir skjálfa og titra, þá þeir þenkja um hana, þeir
grenja og hrína út af ofboði . . .“ o. s. frv.
Eftir langdregnar lýsingar á Helvíti, sem flestar eru
gerðar nieð hliðsjón til ívitnana í heilög xit kristins
dóms, leggur höf. fram þá spurningu, „hvar fyrir og
handa hverjum Guð hafi tilbúið Helviti“. Hann segir
svo:
„En hvað Guði hafi gengið til að tilreiða svo ógnar-
legan samastað og svo hræðilegt pyntingarpláss, þar eftir
þarf eigi lengi að leita: hver einn kann auðveldlega að
finna og skynja, að Guð muni slíkan kvalastað því hafa
tilbúið, «0 liaim er einn réttlátur (juð, hver ekki. að eins
Iaunar góðu þeim, sem hann óttast og honum þéna, heldur
og einnig hörðum hefndum hinum, sem hann forakta og
honum eru óhlýðugir.“
Það er einkar athyglisvert, að fyrsta orsökin, siem
höf. telur til ]>ess, að Guð kasti mönnum í eilift Helvíti,
er „óhlýðni við yfirboðara". Hér á eftir hugleiðir höf. í
all-löngu máli hinar fimm ýmislegu kvalir Helvítis,,
eina fyrir hvert skilningarvit, og væri nákvæm endur-
sögn þeirra hugleiðinga vitaskuld án tilgangs í þessu
ágripi, en allur er ritlingurinn merkilegur, og ef ein-
hvern tínxa væri út gefið safn eða sýnir mierkustu
rita úr kristnum dómi hér á landi, þá ætti þessi litli
serrnón biskupsins um Helvíti að hljóta þar virðulegt
sæti.
En þessi tegundarhreinu dærni, sem hér er í vitnað úr
firnum þeim af einróma umsögnum eftirsiðbótarbók-
mentanna um afstöðu mannsins gagnvart máttarvöldun-
um, ættu að vera nóg til að sýna, að rnilli þessara