Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 108
102
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
tvcggja gu'ða, Drottins og Djöfulsins, er ekki um grund-
vallarandstöðu að ræða, eins og jieir hafa verið skildir’
og skynjaðir, heldur standa hugtök pessi sem tveir meg-
inpættir, er bæta hvor annan upp í sameinaðri tjáningu
réttlætishugmyndarinnar, sem aftur á móti er spegil-
anynd af hinu pólitíska harðstjórnareðli valdastéttanna
gegn lýðnuin. Tvíhyggjunni hefir hins vegar verið skip-
aður sess á röngum stað, en hún er til engu að síður,
pótl hún hirtist oftast í dul dregnum og óvísvitandi
formum. Það væri að berjast við skugga að ætla sér
að draga þessa tvíhyggju bsint út af dulfræðum tim-
anna, guðfræðinni, en aftur á inóti er vel augljóst, hvar
hún liggur, ef beitt er sálfræðilegum meðuluni til sund-
urgreiningar og félagslegum. Verður að því vikið lít-
illega síðar í piessu ágripi.
4. MAÐURJNN A 17. ÖLD.
Mikið var pá um höfðingjaríki yfir alþýðunni.
Espólln.
Það virðist i fljótu bragði einkennilegt, hve mikið
tómlæti hinir mikilvirku aktaskrifarar vorir hafa sýnt í
pví að skrifa upp og láta prenta gögn frá 17. öld, pegar
á er litið, hver skil þeir hafa að sínum hætti gert ýms-
um öðrum tímabilum þjóðaræfinnar. Ástæðan fyrir
þessu er sú, að ekki hefir þótt vænlegt að hagnýta
þénnan kafla sögunnar til pólitískrar málýtni handa nú-
tímanum eins og hinar fyrri aldir fram um siðbót og
hinar seinni frá þvi talin er hefjast „íslenzk endurreisn“.
Tímabil þetta, sein er þó fyrir ýmsra hluta sakir eitt
hið merkilegasta í sögu vorri og skilið hefir eftir önnur
eins minnismerki í bókmentunum og Passíusálmana og
Píslarsögu séra Jóns Magnússonar, tvö höfuðmeistara-