Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 110
104
Inngangur að Passiusáltnunum.
ÍÐCJNM
tilmæli við konung, að mönnum sé refsað með lífláti
fyrir hverja minstu skerðingu hans, án tillits til þess,
að allur þjófnaöur í landinu stafaði, sem vitanlegt var,
af neyð alþýðunnar, hungri og klæðleysi. Svo mikil og
algeng var örbirgðin orðin í landinu, að í dönskum
stjórnarskýrslum voru þjófnaðarmálin fyrir fjölda sakir
talin „fast ubegribelig“ — því nær óskiljanleg, — „fólk-
ið stal til að seöja hungur sitt og forða sér frá hungur-
dauða, enda nær alt, sem stolið var, matarkyns," að því
er Björn Þórðarson kemst að orði í doktorsritgerð sinni
um Refsivist á tslandi; hungraðir, klæðlitlir beininga-
menn fóru um landið í hjörðum.
Vitaskuld er þjófnaður, nema í örfáum geöbilunartil-
fellum (kleptómani), að eins kapítalistiskt fyrirbrigði,
sem stafar ýmist af neyð eða öðrum skorti á mögu-
leikum pess, að mann geti haft ofan af fyrir sér eða
fengið lífskröfur sínar uppfyltar innan þeirrar umgerð'-
ar, sem kapítalisminn leyfir. En það er efti:rtektar\ert,
að á ])essari kapítalistisku öld, sem gerði eignaréttinn
þeim mun heilagarj, sem hann var í raunréttri sjaldgæf-
ara fyrirbrigöi, og skerðing hans þess vegna almennari,.
þá eru ekki til í landánu nein fangeisi né þvílík frelsis-
höft fyrir spjöll á helgidómi þessa réttar og önnur,
heklur eru refsingarnar mestmegnis líkamlegar typtan-
ir, svo sem stegiingar, húðstrýkingar, brennimerkingar,
gapastokkar, brennur, drekkingar, hengingar og háls-
höigg. I vægari tilfellum vörðuðu afbrotin fjörbaugssök
(menn voru gerðir héraðsrækir, fjórðungsrækir, stund-
um landrækir), sem þýddi hið sama og útskúfun úr
mannlegu félagi, þannig, að fyrstu refsivistir á islandi
(tugthús) á 18. öld voru kærkominn boðskapur mörgum
al])ýðum,anni, sem einskis átti úrkosti, nema stela og
sníkja sér til framdráttar.