Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 111
IÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
105-
Einokuninni í verzlun og í andlegum efnum hefir
nokkuð verið gripið á hér að framan, og tilraun gerð
til að bregða yfir hana nokkru 1 jósi. En eitt mikilsvarð-
andi atriði hefir enn ekki verið minst á, og er hér í
sambandi við örbirgð alþýðunnar, og þar af leiðandi of-
urhelgi eignaréttarins, staðurinn til að minnast þess,
þótt fljótt á litið virðist það vera af óhagrænum toga
spunnið, enda hafa dulfræðarar lengi kappkostað að
beita þaö háspekilegum rökum. Þetta atriði er einokun-
arfjötrarnir, sem lagðir voru á hinar líkamseðlislegu
hvatir manna, sambandið milli kynjanna.
Ástalífið er á þessu tímabili, eins og allar undirstöðu-
hræringar mannlegs lífs, undirorpið fullkomnu ein-
okunarástandi. Alt samband milli kynjanna er bannað'
með ofstækisfullum lagafyrirmæluim og að viðlögðum
grimdariegustu refsingum, nema það væri einskorðað
innan ákveðinnar opinberrar stofnunar, hjónabandsins,
sein hafði í þeim efnum sérréttindi sama eðlis og
leigutakar dönsku krúnunnar á verziuninni og kirkjan
á öllu því, sem teljast má til upplýsingar. Hjónabandið
var opinbert, iögfyrirskipað skylduhaft, í framkvæmd
hér um bil óuppleysanlegt, milli manns og konu, sem'
höfðu tilhneigingu til að nálgast á kynferðiliegan hátt.
Ástæðurnar, sem liggja til einokunar hjónabandsins
á ástalífinu, eru tvær, og báðar augljóslega liagrænar,
hvaða háspekilegum blekkingavað, sem dulfræðisinnar
annars hafa kunnað að varpa á það mál. Hin fyrri
er sú, sem að hinum svo kölluðu sifjaspellum snýr.
Þessi tegund hjónabanda var mikið stórgróðafyrirtæki
fyrir hástéttina, ef efnaðir áttu í hiut, enda málaferlí
út af þeim stunduð af yfirvöldunum með sérstakri
elju og reitt af mönnum hvert pút og plagg, ef fjór-
menningasök sannaðist með hjónum eða jafnvel fjar-