Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 113
íðunn
Inngangur að Passíusálmunum.
107
íefsingar, sem Löggjöfin ákvað þeim, sem nálguðust í
ástum án framfærslutryggingai' afkomiendanna, og einn-
ig þrátt fyrir hinar einokunarbundnu háspekikenningar,
sem Jögðu eilíft Helvíti að refsingu gegn hdlbrigðu kyn-
ferðislífi án uppfyllingar framfærsluákvæðisins, þá
heyrðu afkvæmismorðin með jafn-sky 1 duræknum hætti
undir daglegt briauð í þjóðlífinu, eins og morðin, pynt-
ingarnar og háðungarnar, sem dómstólarnir guldu liverj-
um, sem ekki gekst undir framfærslukröfuna í ástum
sínum. Aö frátöldum refsingum fyrir spjöll á eignahelg-
inni virðast engar refsingar hafa verið jafn-tíðar og
fyrár svo kallaðan „hórdóm" og afkvæmismorð. í ann-
áJum og dómskjölum úir og grúir af stuttulluðum frá-
sögnum um glæpi þessa og refsingar gegn þeim, og
sitendur þetta stundum hjá annáJariturunum svo að
•segja í sama orðinu og þeir skýra frá útkomu nýrra,
kristinna siðalærdömsbóka. (Dæmi: „Þá fyrirfór sú
hona barni sínu fimm vikna gömiu, er Ragnlieiður hét,
í læk norður á Svalbarðsströnd; var henni drekt á
Helgastöðum. Þá lét Guðbrandur biskup öðru sinni
prenta kver um réttlæting mannsins og annað um göð-
verkin og Mölleri mysterium magnum." Espólín.)
Guðinn stendur alls staðar á bák við öldina sem hið
trúarlega tákn félagslegrar heimsku og grimdar, þ. e.
a. s. réttlætisinsu En með því kynferðisti 1 hneigingin
og örbirgðin, sem báðar ska|)a synduga afstöðu gagn-
vart réttlætinu (Drottni), eru tvær forsendur alls staðar
nálægar, sífeit og óupphefjanlega samrunnar ásigkomu-
lagi fólksins og undirstaða allra. lífshræringa þess, þá
dafnar, fyrir víxlverkanir sálarlífsins, — þannig, að ytri
áhrif skapa innri sannfæringu og gagnkvæmt — kenn-
ing dulfræðanna um syndina og verður ekki að eins
að ofurtrú, heldur að fullkonmum veruleik í lífi fólks-