Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 117
IÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
111»
Neid und Hass, / híindisch ist mein Zank und Geifer, /
hiindisch ist mein Raub und Frass.
Ja, wenn icli mich recht genau, / als ich billig soll, be-
schau, / halte ich mich in vielen Sachen / árger denn die
Hund’ es machen.
(Herra, mjög gjarna vil ég halda áfram að vera eins og
ég er, vesæll hundur þinn, vil heldur ekki kalla mig né
grundvöll hjarta míns öðru nafni.
Því ég finn, hvað ég er: í mér býr alt hið illa, ég
er á valdi sérhverrar smánar, og líf mitt alt er óhreint.
Hundsleg er reiði mín og ákefð, hundsleg öfund mín
og hatur, hundslegt bölv mitt og froðufall, hundslegur rán-
skapur minn og gríð.
Já, þegar ég skoða mig mjög nákvæmlega, eins og
sanngjarnt er, þá álít ég mig í mörgum efnum argvítugri
en hundana.)
Margt hið soralegasta, sem til er í íslenzkum bök-
mentum, á rót sína að rekja til áhrifa frá Páli og!
Jóhanni Gerhardt. —
Tegundarhreinustu tónar aldarinnar, eins og þeir
korna fram í bókmentunum, samsvaxa, svo notuð sé
mjög hversdagsleg líking, hreyfingum maðks, sem eng-
isit sundur og saman' í duftinu, eða svo gripiö sé til
skoðunar munnmælanna á Hallgrími Péturssyni, sem
igetið var í upphafi þessa máls, — það eru stunur hins
holdsveika ölmusumanns, sem ber sér á brjóst útskúf-
aður i saurnum utan við veginn. Slíkur og þvílíkur er
maður 17. aldarinnar par excellence, — í sínu fremsta
ágæti.
5. JESÚ-GERVINGURINN.
Það er engum vafa bundið, að í Jesú-goðsögninni er
á irneira eða minna táknræna visu falin túlkun þessarar'
aldar á manninum, þ. e. a. s., að í guðinum Jesú felst.