Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 120
114
Inngangur að Passíusálmunum.
iðunn:
hitt, siem sækir áskin sitt í grimdarkenningar hástétt-
arinnar og túlkar kröfur hennar til iýðsins uim leið
og sálræn eigindi hennar. Víða er viðhorfum þessara
tveggja andlita hrært þannig samian, að ógerningur er
að greina eitt frá öðru, með því að skálditn fkoma
fram í senn sem fulltrúar hinnar kristnu hástéttar-
grimdar og hinnar trúuðu auðmýktar lágstéttarinnar,
sem engist sundur og saman mieð möðikunum. Hlaupa
skáldin þannig iðulega snögt og úundirbúið úr æðrun-
um yfir hlutskifti Jesú og tjáningu samlíðunar sinnar
með honum yfir í gríðarlegar og öfgafullar úthell-
ingar hjarta síns í kvailalostugri (sadistiskri) aðdáun og
liotningu fyrir grimd Drottins (réttlætinu). Sömuleiðis
eru lofkvæðin uim þjáningar Jesú iðulega af mjög ó-
hreinum toga spunnin og beria oft vott um fullkomlega
öfugsnúið ástríðulíf; er til dæmis margt í lofkvæðunum
um sár Jesú óskýranlegt öðru vísi en á grundvelli
sálgreiningarinnar (psykoanalyse). Hér skal að eins
iauislega og athugasiemdalítið mint á þessa dýrkun sár-
anna og þá einkum síðusársins, sem í snöggu bragði
gæti virzt að dinis sýnishorn af orgiatiskri villimanna-
tilbeibslu á hinu herfilega. Svo segir í Hugvekjusáln>
unum:
Qlæpuguin þeim, sem girnast náð, / gefur Salómon heil-
næmt ráð': / í bjargskorum sig fela fljótt, / flýja vil ég
nú þangað skjótt.
Bjargið það, sem hann segir þér, / sjálfur Jesús, vor
Drottinn, er, / skorurnar eru undir hans, / í þeim er hæli
syndugs manns.
Annar merikur skáldprestur kemst þannig að orði
um sár þetta:
Síðusár, / sætasti Jesú, þitt / opið stár, / er það her-