Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 121
IÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
115
bergið mitt; / móður skríð ég þangað þá / þar er min
hvíla, o. s. frv.
Og enn annar hinna frægari skáJdpresta aldarinnar
yrkir s:vo á gamals aldri til gamallar konu:
1 .lesú und fáðu umbúð og hlé, / bið þú ég þar sé /
bið þú ég þar sé og þráum til sanns / að laugast svo
bæði í lífsblóði hans.
Tilbrigði skáldanna á þeirri hugmynd að mega sér
til lausnar smjúga eða skríða inn í undir og „blóðfaðm“
þessa frumgertvinigs mannlegra kvala eru óteljandi í
bókmentunum. Jafnvel Hallgrimur Pétursson, sem er
])ó hafinn yfir hið blygðlausasta í þessu efni, hopar ekki
fyrir sáradýrkuninni.
öndin mín sýgur svo / sár þinna rista, / eins og brjóst-
brunna tvo / barnið ðrþyrsta,
segir hann á einum stað. Og hann kynokar sér ekki
við að slá blóðugum holdrosanum á Jesú utan að ný-
víigðum hjónum, sem hann flytur brúðkaupskvæði;
hann ósikar, að þau séu:
í Jesú undum vafin, / á dreifð hans blóði með.
Frægar eru þessar snildarlega kveðnu vísur úr 48.
passíusálminum „um Jesú síðusár“:
Allar Jesú æðar stóðu / opnar í kvðlinni, / dreyra lækir
dundu og flóðu / uni Drottins líf og krossins tré, / nægð
af lausnargjaldi góðu / Guðs son fyrir mig lét í té.
En svo ég skyldi sjá og játa / sanna elsku Drottins
míns, vildi hann ekki læstar láta / lífsæðarnar hjarta
síns, / þvi er, sál mín, mikil úr nráta / miskunnsemi
lausnara þíns.
Lífsins dyr á síðu sinni / setur Jesús opnar hér, / svo
angruð sála aðstoð finni, / ðll þá mannleg hjálpin þver,
hver, sem hefir þar athvarf inni, / frá eilífum dauða leyst-
ur er.
Gegn um Jesú helgast hjarta / í himininn upp ég líta
má, / Guðs míns ástar birtu bjarta / bæði fæ ég að reyna