Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Qupperneq 122
116
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
og sjá, / hrygðarmyrkrið sorgar svarta / sálu minni hverf-
ur þá.
Við þennan brunninn þyrstur dvel ég, / þar mun ég nýja
krafta fá, / í þessi inn mig fylgsnin fel ég, / fargar engin
sorg mér þá, / sæian mig fyrir trúna tel ég, / hún tekur
svo Drottins benjum á.
Hjartans instu æðar mínar / elski, lofi, prísi þig, / en
hjartablóð og benjar þínar / blessi, hressi, græði mig; /
hjartans þýðar þakkir fínar / þér sé gæzkan eilífleg.
Mjög víða í játningunum til lík.ama Jesú verður
tjáninga vart, sem með engum þeim skýringum, sem
fyrir hendi eru í mentaðri rannsókn bókmenta nú á
tímum er hægt að rekja annað en til ákveðinnar öfug-
hneigðar ástríðulífsins. Kvalítiet eða innviðir þeirrar
ástríðu, sem þvílíkar lofgerðir Iýsa, ásamt öllum blæ
ljóðtónsins, villa ekki á sér heimildir, en nánari grein-
ingar á þeim efnum liggja utan takmarka yfirlitsrit-
gerðar eins og þessarar, enda enn naumliega tími til
kominn, þar sem beiting sálgreiningar í rannsökn bók-
menta má heita geróþekt hér á Landi — eins og sál-
greiningin sjálf, bæði sem fræðigrein og aðferð. Þar
að auki mundi sálgreining á Jesú-kveðskap óðar vera
álitin glæpsamfeg í landi eins og hér, Jtví hún mundi
ieiða í Ijós alt of mörg tabú.
„Boðskapur“ Jesú, sem hið ófrjóa hjal kirkjunmar
snýst mest um nú á dögum, síðan hún braut af honum
dulfræðilegar viðjar, gæddi hann skynsemi og gerði
hann aðgengilegan fyrir gagnrýni og samanburð, —
þessi „boðskapur" var 17. öldinni ekki að eins full-
komið aukaatriði, heldur blátt áfram framandi, nema að
því leyti, sem hægt var að nota ýmsa staði úr Nýjar
testamientinu að átyllu fyrir hinar dulfræðilegu kenn-
ingar, sem yfirvöldin létu — í góðrii tni — berja inn í
fólkið. Aðalatriðið var goðmögnun kvalarinnar og nið-