Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 124
118
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
stundum er tákngervingurinn látinn ]>ola óverðskuldaö-
an dauðdaga, í önnur skifti áframhaldanda líf, ham-
ingjuanautt, í uppgjöf. Stundum eru ákveðnir (iræðir
úr Jesú-sögninni geröir að sögu, t. d. svikarinn, sem
hregst „sannleikanum", eftir að hafa áöur verið trygg-
asti vinur hans, og selst i hendur hinu heimska, grimma
valdi. f ýmsum allra síðustu bókmentum er t. d. Jesú-
gervingurinn, inslarvottur hugsjónarinnar, látinn falla
saman við hina hnignandi borgarastétt, sbr. t. d. ýmsar
höfuðpersónurnar í ritum Thomas Mann. Víða er hann
látinn tákna eða falia saman við hina svo kölluðu
borgaralegu hugsjónastefnu, eins og t. d. hjá Sinclair
Lewis í Arrowsmilh og Main Strset eða hjá Lion
Feuchtwanger, Martin Krúger í Erfolf/. Tegundarhrein-
ast og upprunalegast kemur þó Jesúgervingurinn frain
á vorum dögunii í verkum um úrhelsisbaráttu og freis-
isviðleitni öreigans, eins og t. d. í An American tmye-
ihj Dreisers eða Bosion Sinclairs, svo bent sé á nokkur
augljós dæmi þesis, hvar ein persóna er látin taka á
sig karma aldarinnar með þeim goðsagnarkenda hætti,
sem einkennir Jesú-u|)pistöðuna. Prátt fyrir all-ítrekaöa
ieit hefir mér ekki tekiist að finna Jesú-gervinginn i
eftirbyltingarskáJdskap Rússa, enda pótt hann sé oft
aðalkjarninn í sögunum frá byltingunni, sagnartilefnið:
hetjan deyr, að afstöðnum miklum prengingum, áður
en hugsjón hans er viðurkend eða framkvæmd. Hins
vegar virðast þessi örlög hins útskúfaða, niðurlægða
og hrjáða, en |>ó um leið guðdómlega, túlkuð á tíma-
bærastan og samþjóðlegastan hátt fyrir smekk vorra
daga í Chaplinis-gervinu.
Það er sérkennilegast við hina bjartsýnu, eða ná-
kvæmar: hina byltingasinnuðu lausn Jesú-viðfangsefnis-
jnis í nútímaskáildskap, að hið fyrirheitna land endur-