Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 129
ŒÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
123
lætisins ásamt tengihugtö'kum sínum sem gneinilegt
tákn hins fjarlæga arðræningja, konungsvaldsins, en
Jesús m-eð tengihugtökum sínum s-em tákn hins frum-
gerandans í dæminu, sem nefna mætti Suðurniesja-
manmnn. —
Þegar borin eru saman tvö ofan greind helgirit,
fer ekki hjá ])ví, að eftirtektin beinist fyrst að einum
höfuðmdsmun, og hann er sá, hvernig tegund hug-
blævarins gagnvart guðunum, eins og vér finnum
hann i Eddu, hefir bneyzt í andstæðu sína í Passiusáhn-
unum. f Völuspá talar skáldiö um guði-na með miiki-1-
úöugri, episkri reisn, sem er gaumgæfil-eg-a sneydd
allri huglægni, jafnvel ailri tilfinningasemi, •— afstaða
skáldsins gagnvart guðunum er táknuð í h-inni eðli-
legu tign formsins, hinum stolta, hreina biæ ljóðsins.
Guðirnir eru [)ar hvergi aö sama skapi mikilfenglegir
sem mennirnir eru auvirðilegir, heldur talar skáldið
sjáift a-lt af konunglega: uppreistu höfði, frjálsu upp-
Jiti, tígulegur. Og ])ar sem Hallgrínrur hefur upp
Passiuisálmana með huglægu ávarpi til sálar sinnar,
hjarta, róms, hugar og tungu, þar rís skáld Völuspár
stoltur úr sessi og kv-eður sér í fyrsta andardrætti
hljóðs meðai guðanna: Hljóðs biðk allar helgar kindir.
Þó er annað upphaf í Eddu e. t. v. enn auðkennilegr-a
um hina stol-tu skynjun skáldsins. Það er upphaf Sig-
urclrífumála. Heill dagr, / heilir dags synir, / heil nótt
ok nipt, — hann heilsar fyrst deginum sjálfum, síðan
rnönnunum, þvi næst nóttinni og loks n:ipt, dóttur næt-
ur, k-on-unná. Fyrst |)ar á eftir h-eilsar hann guðunum:
Heilir æsir, / heilar ásynjur, / heil s-já in fjöinýta fold.
(t þes-su kvæði eins og Völuspá talar skáldið fyrir
niunn völu.) Tilfinning skáldsins um arnsúg raddar
sinnar, hin mikilúðuga e|)iska heimsvitund, hofmann-