Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 130
124
Inngangur að Passiusálmunum.
IÐUNN
legur glæsilediki kve'ðjunnar, — |>etta segir mieira en
nokkur játning.
I hinni upprunalegu goðafræði vorri, eins og skáldin
Ijóða hana í Edclu, verður víða vart háðkends hug-
blævar og gamansemi (gott dæmi um það er Hamars-
heimt) og jafnvel hneigð til guðlasts (Hárbarös-
ljóð). í Hávamálum talar raunsæ, karlmaninleg hietjusáJ,
vegsamar hið heilbrigða stríð, þekkir ekki angist gagn-
vart hœttu’m né dauða, en hyllir mundangshófið bæði
í istríði, mannviti og ástum. Samsvarandi afstöðu gagn-
vart guðunum verbur hvergi vart 1 skáldskap 17. ald-
arinnar, — undirmatstilfinningin án karimannlegs and-
mælis (the inferiority complex ivithout a mascultne pro-
test) er par alls staðar hinn ráðandi blær. „Alvaran" er
alt af á hámarki, enda „dár og spé“ bannfært sem höf-
uðsynd, — og þá ekki sízt gagnvart guðunum. Sú rödd,
sem guðina ávarpar i bókmentum 17. aldarinnar, paö
er hinn holdsveiki beiningamaður í böfmóði sinum,
skjálfandi gagnvart rögnum og rökum, manneskjan af-
saurug, hínn brotni reyr, hinn rjúkandi hör.
I þessum sálræna afstöðumun felst andstæða Passiu-
sálmanna og Eddu. Forna goðafræðin átti að vísu sína
Jesú-sögu, sinn Jesú-gerving, Baldur, eins og all:ur æðri
skáldskapur hjá velflestum þjóðum. En Baldurs-sögnin
átti sér skýrt afmarkað svæði innan heiklarmyndar-
innar og stóð í fullkomnu jafnvægi við aðra hluta
hennar, jiar sem í Jesú-sögnina befir hlaupið nokkurs
konar fíLvöxtur (elephantiasis) í kristnum dómi 17. ald-
ar, sligað allar aðrar goðsagnir og truflað um leið alt
jafnvægi, öll heilbrigð hlutföll, og jrróast til þess að
veröa menningarLeg sálsýki.
Með jressu er ekki sagt, að Passíusálmarnir, eða
kveðskapur Hallgrims yfirleitt, þuria endilega að segja