Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 136
130
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
þeirra í teg’undarhneinleik, engu síður en manna af
eigin kynisfofni. Sama máli gegnir um liðið menningar-
timabil, hversu mikið ógeð, sem það kann í fyristu að
hafa vakið hjá oss í heiild sinni, — smám saman fer
maður að gera greinarmun á fulltrúum tímabilsins og
þykja einn glæsilegur í samanburði við annan, engu
siður en oss þykir um þá, sem túlka hugmyndir vors
eigin tímabils. Þetta á engu síður heima um menning-
arskeið, þar sem segja má, að hei'msviðhorfið sé yfir
höfuð jafn-fráleitt, bæði frá sjónarmiði skynseminnar
og siðgæðisins.
I bókmentunum ræður líka annað lögmál, hverju-
menndngarskeiðL, sem þær kunna að tilheyna, það, að
verkið lofar meistarann. Eins og slæmur iistamaður
getur gert hið göfugasta viðfangsefni einskis nýtt og
viðbjóðsiegt, þannig getur góður listamaður gætt ó-
gleymanlegum töfrum lítilfjörlegt yrkisefni, jafnvel við-
fangsefni, sem má í sjálfu sér teljast viðbjóðslegt sam-
kvæmt anda og hugsunarhætti. Á þessum grundvelli
verður samanburður á Hallgrími Péturssyni við þá
hina mörgu, sem á tímabili hans völdu sér að yrkisefni
hina átakanlegu goðsögn um Jesú pínu og dauða. I
Hallgrími birtist hreinleiki tegundarinnar á fullkomn-
astan hátt. Jafnvel verk. sem er samkvæmt sálarástandi
sínu og öLlum hugsunarhætti jafn-herfilegt og píslar-
saga séra Jóns Magnússonar, hið annað höfuðverk krist-
ins dóms á isiandi, felur í sér sérstaka sálræna eigin-
leika, sem enginn kostur er að skella við skolLeyrum
meðan bókmentir eru Lesinar, geyrnir ákveðna töfra,
sem erfitt er að standast, og þaö engu síður fyrir þvi,
að þetta er þó ekki annað en sóknarrit manns, sem
er á ofckar miælikvarða brjálaður, gegn þrem mönnum.
sem eru á okkar mælikvarða saklausir, og höfundujrinn