Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 137
IÐUNN
Inngangur að Passiusálmunum.
131
viLdi láta brenna á báli til þess að dýrð guðs yrði
meári. (Tvo þeirra tókst honum raunveruleiga að láta
brenna, en ritið varð til sakir þiei'rrar nauðsynjar, sem
honum þótti á vera, að hinn þriðji yrði einniig brendur.)
í samanburði við aðra Islendimga fyr og síðar, sem
ort hafa út af pínu og dauða Jesú, hefir Hailgrímur
sem sagt marga yfirburði, þótt hitt megi ef til vill til
sanns vegar færa, að án hinna ýmislegu pislarkvæða,
innlendra og erlendra, hefðu þeir kannske aldrei orðið
til, svipað og sagt hefir verið um Hamlet Shaikespears,
en HainletHgervingurinn var, sem kunnugt er, mjög al-
gengt sagnartilefni. öll einstaklingsstórvirki eiga sér
vitaskuLd langan aðdraganda í menningunni. Þetta
sikýrir auðvitað ekki annað en það, hvernig sérhveirt
timabil leitar sem fullkomnastrar tjáningar á sínum
djúplægustu tiifinningum, unz það hefir fundið hana. I
Passiusálmum Hallgríms hefir sú öld sem sagt tjáð sitt
insta eðli í fullkomnustu formi. Ég er á þeirri skoð-
un, að hin upprunalega Jesú-sögn hafi aldrei verið
betur tjáð í Löndum hinnar þýzku endurskýringar krist-
ins dóms en hjá Haligrími Péturssyni. Ef tekið er
dæmi til samanburðar af einu víðfrægasta eftirsiðböt-
arverki út af hinni upprunalegu Jesú-sögn, Messías
eftir Kliopsiokk, þá fæ ég ekki betur séð en Hallgrimiur
hafi vinninginn á hverju því sviði, þar sem saman-
burður á þessum óliku verkum er mögulegur, og
fari ímeira að segja í höfuöatriðum fram úr hinu mikil-
virka þýzka átjándu-a 1 dar-skáldi. Það, sem einkum ein-
kemmir hið miiikila háspekilega söguljöð Klopstokks, er ó-
niannræni þess, þar sem HaLlgrímur er allra mann-
rænastur skálda sinnar tíðar. í öðru lagi er Messías
Klopstokks kveðinn með svo mikiJli skrúðmælsku, að
eðlileiki verksins týnist að rneira eða minna leyti i