Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 138
132
Inngangur að Passíusálmunum.
IÖUNN
skrautJeg'um myndgátum, þar sem Halligrímur talar
hvergi margbrotnara máli né skrúðugra en svo, að
fram úr fari hugmyndaforða óbreytts manns, seim er
upp alinn við lítið í kring um sig. Þar sem stíl Klop-
stokks má tákna með orðunum íburður og munaður
(luxus), þá má tákna stil Hallgrims með orðunum sam-
heldni og nýtni. Hjá Ktopstokk er lína aðalsögunnar
víðast hvar á kafi; í íburðarmiklum sagnauka og auka-
efnum (staffage), þar sem sögulínan hjá Hallgrími er
jafn-skýr, einföld og óbrotin eins og í þeim fslend-
ingasögum vorum, þar sem eðlileikinn, eða eins og
Þjóðverjar segja: die Sachlichkeit, nær hámarki. En í
ednu meginatriði er allur skynsamliegur samanbufður
ógeriegur milli Hallgríms og Klopstokks, og það er af-
staða skáldanna gagnvart viðfangsefninu, sem er hjá
Kliopstokk að því leytd líkari Eddu en hjá Hallgrími, að
skáldið yrkir þar viðfangsefni sitt svo sem út í geiminn
á ópersónuliegan hátt, þar sem Hallgrímur talar einkurn
við sjálfan sig um sínia persónulegu afstöðu, — sem er
að vísu um leið allsherjariafstaöa tímabilsins gagnvart
viðfangsefninu, það er, hanri talar á almennan hátt við
sjálfan sig um sjálfan sig og Jesú. 1 einu orði: afstaða
Klopstokks gagnvart viðfangsefmnu er hlutlæg, afstaða
Hallgrims huglæg.
Ófulikoimleiki Passíusálmanna sem söguljóðs og
drarna liggur hins vegar í því, að höfundurinn hugsar
sér, að lesandanum sé gefinn fyrirfram [lýðingarmesti
hluti stígandinnar og gagnstígandinnar (anticlímaxins),
það er að segja, hann sneyðir hjá allri skýringu um.
upphaf Jesú og himn háspekilega, dulræna endi hans,
upprisuna, sem guðspjöllin herma. Frásagnarlegt áhrifs-
magn Passíusálmanna byggist á þeirri forsendu, að les-
andinn viti fyrirfram það, sem guðspjöllin segja af lífi