Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 141
IÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
135
áður er á vikið, takmiörkun frásögunnar í tíma og rúmd.
Inn í verkið er ekki færður neinn atbuTður, sem gerisí
utan fjögurra—fimm einfaldra leiksviða, og tiltölulega
óvíða hugleiöingar, sem standa án sambands viið at-
burðina, eins og jreir gerast á leiksviðinu. Tími sögunn-
ar er siem næst einum sólarhring.
Einfaldleiki uppistöðunnar og vísvitandi takmörkun
efnisins, eins og í Passíusálmunum, er að jafnaði álitið
einkenni á verkum afburðamanna og byggist á ákveð-
inni hnitmiðandi sjónargáfu, sem kann með eðlisbundnu
öryggi að greina höfuðlínur hvers viðfangsefnis, án
jiess að láta mokkru sinni hina smærri dráttu og auka-
atriðin glepja sig, heldur jrvert á móti kunna að heim-
færa Jrau örugglega við höfuðlínur viðfangsefnisins, og
jrau einkenni hins séða, sem kjarna jress mynda. Án
þessarar réttu augnastillingar verður sérhver sýn að
meira eða minna leyti óskapnaður og sérhvert ritverk
aktaskrift. Án hennar er óhugsandi, að nokkur höfunduT
geti komið mynd á viðfangsiefni sitt, eða eins og sagt er
í daglegu tali, femgið nokkuð út úr því (enda eru slík
ritverk fágæt). Aktaskrifarinn er sá höfundur, sem
aldrei getur komið auga á skóginn fyrir trjánr. En þessi
afburðahæfileiki, sem er í insta eðli sínu ekki annað en
sjón barnsins, er þó ekki út af fyrir siig einhlit forsenda
þess, að unt sé aö semja afburöaverk. Hún er að eina
conditio sine qua non. Sitt hvað f.leira kemiur lil greina.
Svo við Jítum á þær stoðir aörar en einfaldleik og
takmörkun, sem renna undir snild Hallgríms Pétursson-
ar, skulum við í svip virða betur fyrir okkur þennan
hæfileika, sem á var drepið rétt áðan, |)ann, að kunna
að heimfæra hina smáu dr,ætti við aðallínurnar, skilja
aukaiatriðin uindan sjónarhorni aðalatriðisims. Þessi
fiæfileiki verður á|)reifanlegast skýrður með því að