Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 143
IÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
137
ina, er ])a'ð augljóst clæmi þess, hvernig hið persónu-
lega samband höfundarins við Jesú-gervinginn er í senn
lifandi og náið, — og um feið sterkt í áhrifum sínum.
Þannig Ijær huglægni verksins því allar sínar verðmæt-
ustu rýmdir og fjarvíddir. Höfundurinn blandar sér
sjálfum óaflátanlega saman við sögu Jesú, og orsökin
til þess, að þetta verður aldrei ósmekklegt eða hjákát-
legt, er sú, að hann gerir það hvergi með einkalegum
né sjálfúöugum hætti, heldur æfinlega á almennan hátt,
svo að sérhver maður, sem á annaö borð hyllir Jesú-
sögnina að 17. aldar hugsunarhætti, finnur, að hann get-
ur tekiö undir með skáldinu. Einnig í þessari list er
fólginn hæfileiki snillingsins, að kunna með hinu per-
sónulega að skírskota til hins algiida, meban hið við-
vaningslega og ósmekkiega er æfinlega í eðli sínu
einikalegt (prívat).
Til þess aö tekin séu fLairi dæmi af snild Hallgríms,
skal hér bent á hina mjög ábærilegu eigind hans að
skoða hlutina stöðugt í andistæðum, skapa áhrifs-
brögð með ])ví að sietja fjarstæðurnar (extremurnar)
óaflátanlega hverja gegn annari, en þessi eigind er jafn-
aöarlega einkenni þróttugrar, aðgerðamikillar hugsunar.
í Passiusáimunum úir og grúir af svo kölluðum andfætl-
um eða antípódum, og það væri starf fyrir fræðimann
að telja þær saman til þess að geta sýnt tölfræðilega,
hve rík þessi regla er og samrunnin sjónarhætti skálds-
ins. Hér verbur hins vegar ekki um reglu |)essa fjallað
á tölugrundvelli, en látið nægja að benda á algeng
dæmi hennar, eins og þau koma fram í fyrsta sálmin-
um. Þar fyrir utan verður að eins bent á eitt dæmi, þar
sem aðferð þessi er hagnýtt með eftirminniLegum glæsi-
leik.
Fynsta dæmið, sem Idggur í augum uppi um það*