Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 144
138
Inngangur að Passiusálmunum.
IÐUNN
hvernig skautunum er beitt, hverju gegn öðru, ktemur
fyrir í 10. vísu 1. sálms (2. vísu textans), þar sem sonur
Gu’ðs, sem á ráð á himni og láði, |)iggur brauð sitt
með þakkargerð eins og þurfamaöur; síðan er þetta
heimfært upp á þurfamensku mannssálarinnar; and-
:stæðan liggur í þurfamensku mannsins frammi fyrir
drottni hinna fulilkomnu allsnægta. Önnur andfætla enn
skýrari liggur í 20. vísunni, um göngu Jesú yfir Kedron
tii Olíufjallsins, og samanburðá skáldsins á framferði
sínu og hans: Sorgandi gekstu sagða leið, — hlæjandl
gLæpa hljóp ég stig; enn fremur 22. vísa, þar sem
iðrunartár jarðlífsins eru sett andspænis gieði og lyst
himnan-na; 24. vísa, þar sem lækning og lausn er sett
andspænis falli og lvrösun; 26. vísa: vonin á holdsins
styrk sett upp sem bein andstæða, samkvæmt afleið-
ingum sínum, vi'ð náð guðs.
En með áhrifamestum hætti er þessum leik and-
■stæðnanna beitt i þeim sálmum, þar sem skáldið leiðir
■saman í einn depM hugmyndina um ni'ðurlægingu Jesú
og konungdóm, dýrð hans og háðung. Þar gefur önnur
andstæðan hinni áherziu til skiftis, eins og sjálfvirkt,
konungdómurinn niðurlægingunni, háðungin dýrðinni,
unz s-káldið hefur að lokum upp rödd sína í einhverri
hátíðlegustu játningu verksins. Eftir allan hinn véla-
bragðafulla listræna undirbúning, sem nær hámarki
sínu, þegar Pílatus hefir Leitt Jesú út á svalir dóm-
hússins, fram fyrir lý'ðinn, með or'ðunum: Sjáið konung
yðiar, og Jesús stendur þar yfirgefinn af hvetjum ein-
asta vini, þyrnikrýndur, barinn, með hráka á andlitinu,
Mæddur hinu hvita klæði og með reyrstafinn í hönd,
en múgurinn æpir að honum hástöfum, — einmitt á
þessu stær'ðfræðilega augnabliki hefur skáldið, sem sagt,