Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 145
1ÐUNN
Inngangur að Passiusálmunum.
139
upp lofsöng sinn í pessu hástemda, en alveg frámuna-
!ega einfalda stefi:
Víst ertu, Jesú, kóngur klár, / kóngur dýrðar um eilíf
ár, / kóngur englanna, kóngur vór, / kóngur almættis
tignarstór.
Og hann heldur áfram að virða hann fyrir sér í
háðunginni, dómfeldan af yfirvöldunum, úthrópaðan af
lýðnum, og sér aldrei ljósar en á þessu augnabliki á
hak við gervi háðungarinnar þá persónu, sem síðar
muni koina í skýjum, guðdómlegur sem konungur og
dómari til þess að rétta hlut hinna niðurlægðu, reisa
þá úr duftinu og loiða þá inn í enduTÍausnarinnar fyrir-
heitna land:
Ó, Jesú, pað er játning mín: / ég muni um síðir njóta
þín, / þegar þú, dýrðardrottinn minn, / dómstól í skýjum
setur þinn.
Hér er sem sagt gerður einn voldugastur leikur að
andstæðum, sem hugsanlegur er i skáldskap.
Hér hefir verið bent á nokkur athyglisveTð áhrifs-
brögð Hallgríms og ]>á snillingstækni, sem þau votta.
Það væru hins vegar afglöp að skilja við þetta yfirlit
án þess að minnast þeirra eiginda í vinnubrögðum hans,
sem eru alls augljósust, en það er rímsnildin.
Frá sjónarmiði rímtækninnar er Hallgrímur Péturs-
son einn hinn mesti kunnáttumaður, sem ort hefir á
íslenzka tungu, og er þá miikið sagt, ekki sízt þegar
haft er í huga, að eitt helzta einkenni ljóðaskáldskapar
vors á öllum timium er einmanaleg ástríða, sem stund-
um getur tekið á sig næsta ömurlegar myndir, til
þess að raða samian orðum rnieð svipuðum hljómi. Pessi
ás.tríða til að tönnlast á orðum, sem oft virðist eiga rót
sína að rekja til svo kallaðra „Zwangsgedanken“, and-
lausra þvingunarhugsana, sem eru afleiðing mikillar