Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 148
142
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
sýndar þýð á baki ber / beiskan hörmunga kross. / Lukkan
dáfríða likust er / við lymsku-mjúkan koss; / holt er ætíð
menn sjái að sér, / svo hún ei blekki oss.
Völd hennar, makt og virðingar / vel margur dró sér
að, / höfðingja drakt og skrúða skar / skrautlega til-
snikkað, / alt skai það lagt, og ekki par / aktar dauðinn
um jiað, / með allri frakt án orlofs bar / út hvern úr
sínum stað.
Hvað er heimsblómi og gervalt glys, / sem girnist holdið
á? — / Reykur, hégómi, fölnað fis / fjúkandi lauf og
'strá; / að mínum dómi slægð og slys, / slær ýmist til
eða frá, / tilsýndar ljómi, bálað blys, / blindar skjótl
þann það sá.
Or hinu siðar nefnda kvæði skulu þessar vísur tiJ-
færðar:
Mannsins æfir tel ég tvær, / því trúa máttu; / ellin
kæfir alt það nær, / sem ungir áttu.
Allar eikur ungar togna / og upp sig rétta; / seinna
bleikar, síðan bogna, / seinast detta.
Ungir hlæja, í leikum láta / listir reyna; / seinna æja»
síðan gráta, / seinast kveina.
Þessir æða, um sjóinn sigla / í snörpum gjósti; / seinna
er mæða, síðan hrygla, / seinast hósti.
Steyta kálfa, hlaupa um hóla, / hoppa, rása; / seinna
skjálfa, síðan róla, / seinast blása.
F.ins og birna um völlu vasa / og víða lalla; / seinna
stirðna, síðan rasa, / seinast falla.
Dándisvirðar danzinn stíga, / dufl sér temja; / seinna
stirðir, síðan hníga, / seinast emja.
Unglingarnir bæi byggja / og beinin teygja; / seinna
farnir, síðan liggja, / seinast deyja.
Lokkaskornir, lyndisjafnir / leika. núna; / seinna út bornir,
síðan grafnir, / seinast fúna.
Sem dæmi annars vegar um þann einfaldleik, sem
skáldið á yfir að ráða, þegar hann vill beita hinum fá-
brotnari og íburðarminni meðulum, má vitna í kvæði
eins og LeirkarlsvíBur, sem ortar eru, eins og passíu-