Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 149
IÐUNN
Inngangur að Passíusálmunuin.
143-'
sálmurinn um leirpottarans akur, um hina alþektu lík-
ingu, sem hefir orðið tiliefni skáldskapar með fjarskyld-
ustu þjóðum á öllum öldum, samanburð mannsins við
leirílátið.
Skyldir erum við skeggkarl tveir, / skamt mun ætt að
velja, / okkar lieggja er efni leir, / ei þarf lengra að telja.
Við höfum pað af okkar ætt, / efnið slíkt ég þekki, /
báðum er við broti hætt, / byltur þolum ekki.
Það er annað ættarmót, / að okkar hætti réttum, / við
höfum báðir valtan fót, / veit ei nær við dettum.
llát vínsins athugavönd / erum við þess á milli, / og
þurfum báðir hentuga hönd, / svo hvorugur sínu spilli.
Einn ég mismun okkar fann, / ef áföll nokkur skerða; /
ég á von, en aldrei hann, / aftur heill að verða.
HalLgrímur Pétursson yrkir sem sagt í Passiusálmun-
um út af óbreyttri uppistöðu Jesú-söigunnar sjálfraír;
gagnstætt því sem nútímabókmentirnar hagnýta sér þau
örlög, sem saga þessi tjáir, þá yrkir hann út af frum-
sögninni, prótotýpunni, hann yrkir sína eigin öld inn í
frumsögnina sjálfa, hinar blæðandi undir Jesú. Hann
gerir þetta svo vel, að allur hinn lwersdagslegi Jesú-
skáldskapur samtíðarinnar bliknar við hliðina á Passíu-
sálmunum, á sama hátt og t. d. Shakespear hefir látið
allar aðrar meðferðir á Hamlet-sögninni gleymast (þar
á mieðall íslenzku söguna af Ambáles konungi).
Það er, eins og á var vikið í upphafi þessa máls,
erfitt að sjá, hvar Jesús endar og Hallgrímur byrjar í
Passíusálmunum, svo eru afdrif þeirra saman ofin. Sag-
an er fyrst og fremst af þvi, hvernig Hallgrimur fylgir
Jesú fótmál fyrir fótmál gegn um pínu hans, úr gras-
garðinum gegn um dómhúsdð og þinghúsið upp til af-
tökustaðarins, þar sem hann er ásjáandi að dauðastríöi
hans, horfir upp á, þegar honum er veitt síðusárið, fylg-
ist síðan með þeim, sem taka hann niður af krossinum,.