Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 150
144
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
og situr að Jokum örpreyttur við gröf lians í aldjngar'ð'
inum og horfir á steininn. Vér sjáum hann fyrir oss í
mynd hins holdsveika beiningamanns, sem munnmælin
herma, hvar hann situr álengdar mieð knúana milli
tannanna, svipað og hugsuðurinn hjá Rodin, í innri
skoðun þessarar táknvísi lífsinis, táknvísi niðurlæging-
arinnar, og glampinn í augunum slokknar og lifnar á
víxi, eins og glóð á skari.
Hvíli eg nú síðast buga minn (segir hann), / herra Jesú,
við legstað pinn; / þegar ég gæti að greftran þín / gleðst
sála mín, / skelfing og ótti dauðans dvín.
Og hann heldur áfram að hugleiða, með Jieirri sam-
kvæmnistilfinningu, sem aldrei svíkur hann:
Svo finni ég hæga hvíld í þér, / hvíl J)ú, Jesú, í brjóstj
mér, / innsigli helgur andi nú / með ást og trú, / hjarta
mitt, svo ])ar hvílist pú.
Hann býr honum þannig gröf í hjarta sínu, Jiessum
guðlega allsherjarfulltrúa mannlegrar niðurlægingar. Og
þessu næist er sem maður sjái hann standa á fætur og
lyfta augum sínum og hinum sáru, líkþráu höndum upp
mót næturhimininum, gegn alheiminum, um leið og hann
ávarpar í hinzta lofsöng þessa ímynd hins fótumtroðna,
sem hvílir hér, hins hædda og hrjáða, sem er þó urn
leið með svo dularfullum hætti einasta ímynd hins guð-
lega og eilífa, — þannig:
Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst, / vizka, makt,
speki og lofgerð stærst, / sé þér, ó Jesú, herra hár, / og
heiður klár. / Amen, amen um eilíf ár.
Svo er sagan búin.
8. NIÐURLAG.
Pað er vafasamt, að uppistöðu þessarar sögu, Jesú-
mðtífið, hafi í sdnni upprunalegu mynd nokkurn tíma