Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 153
IÐUNN
Þrír íslenzkir bændur í Canada.
Margt og mildð hefir verið skrafað og skráð um
frumbýiings-sögu Isilendinga hér vestur í Ameríku, en
enn mætti skrifa Langt mál og merkilegt um pær þraut-
ir og sigurvinninga.
Pessi stutta grein, er hér birtist, er um prjá íslenzka,
bændur hér í Canada, er ég hefi kynst nokkuð náið.
En eigi má pað skoðast sem ætternislýsing, því að til
þess skortir mig ýmsar heimildir, né heldur er hér gerð
atvikanæm grein fyrir afrekum þessrira manna. Eru
þetta að eins stuttir pennadrættir, er ég læt fylgja
myndum af þessum vinum mínum, sem ég tel að mörgu
leyti merkisbera ísJenzkrar bændastéttar hér á frum-
býlingsárunum.
Vera má, að sumir gretti sig yfir slíku sem þjóðernis-
raupi, en þó vil ég fullyrða, að eftir meira en 40 ára;
ali-ítarlega ikynning af mönnum og máLefnum hér
vestra, hefi ég sannfærst um það, að íslenzkir bændur
yfir höfuð standa annara þjóða mönnum í sömu stétt
framar að þolgæ'ði og drengsikap. Og því skyldi það
efcki svo reynast? öll okkar saga, frá fyrsta kafla, er
spegill atorku og drenglyndis íslenzkra forráðenda. Og
einmitt þessi stétt mannfélagsins „ber á herðum“ að svo-
svo miklu leyti gæfu sinnar þjóðar.
Það var ekki heiglum hæft að koma félausir hingað
til framandi Iands og skilja tæplega orð í tungu þjóöar-
innar, er þeir urðu að starfa með, en verða þó, á til-
tölulega skömmum tima, efnalega og borgaralega sjálf-
stæöir og taka sinn fylsta þátt í framkvæmdalífi þjóð-