Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 154
148
Prír íslenzkir bændur í Canada.
IÐUNN
ardnnar. En einmiitt þetta hafa Islendingar gert hér á
vesturhveli svo röggsamlega, að til dæmis saga Vestur1-
Canada og Norður-Dakota og Minnesota í Bandaríkjum
um síðast liðinn mannsaldur gietur ekki orðið rétt skrif-
uð án þess að íslenzkrar forystu sé þar getið á mörg-
um blaðsíðum.
Ég fuliyrði eigi, að þessir þrir menn, sem hér xæðir
um, séu endilega allra-framtakssömustu eða afreksmestu
ísJenzkir bændur hér, því að ég veit til dæmis, að
nokkrir aörir hafa aflað sér meira fjár — orðið ríkari
menn. En það er nú svona, að þótt krónur og dollarari
séu nauðsynlegur farareyrir langfarendum, þá met ég
ekki manngildi á þann kvaröa.
Ég vonast til að lesendur Iðunnar á fslandi amist eigi
við þessu s'krifi, því enn munu þeir allmargir þar úti
á Ingólfs-storð, er kannast við og bera hlýjan virðingar-
hug tdl þessara manna. Og ég skoða það svo, að slíkar
greinar ættu heldur að styrkja trygðabandið, sem
strengt hefir verið milli tveggja heimsálfa og aldrei
má slíta.
Og svo vil ég leggja áherzlu á þetta: Framtakssamur
og forsjáll islenzkur bóndi, hvar á jörðu sem hann
hefir reist búgarð sinn, gefur ágæta lexíu letingjum og
labbakútum, sem varast það í iengstu lög að taka ær-
legt handtak. Bóndinn stritar við búgarð sinn frá upp-
rás sólar til aftangöngu, sér og sínum til forræðis og
frambúnaðar, — en hinn sængurværi letingi er sem
værðarlús í óhreinu hári.
Norwood, Man., Canada.
Maymtx Peterson.