Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 157
IÐUNN
Þrír íslenzkir bændur í Canada.
151
sig a'ðalliega viö griparækt og mjólkursölu, og hefir sá
búskapur blessast vel, enda hafa þeir á síðari árum
iagt stunid á að bæta kyn gripa sinna, en silikt út-
heimtir ærinn kositnað og þrautsegju.
Jón Sigurðsson ber aldur vel, enda hefir hann ætíð
haft góðar taugar og glaða lund. Hann er mjög bók-
hneigður maður og hefír keypt og lesið mikið af þeim
íslenzku bókum, er hér hafa verið á boðstólum, og
eitt sinn sagði hann við mig j spaugi, að sér henti tæp-
lega að koma til Winnipegborgar, jjví að hann ætti
svo bágt með að stilla sig um að tæma [)á budduna
hjá í'sllienzku bóksölunum. En á fyrstu búskaparárum
Jóns hér vestra varð elidsvoði á heimili hans, og
brunnu pá alfir innanstokksmunir og [mr með bóka-
safn allgott, er hann hafði með sér flutt frá ættjörðinni.
Má vfei í ráða, hve tilfinnanlegur pessi skaði var fyrir
frumbýlinginn, par sem ekkert var vátrygt.
Myndin af Jóni er tekin, er hann var á bezt.a aldri
heima á ættjörðinni, en svipurinn er enn hinn sami,
augun sinör og hýr og viðmótiÖ jafnan glaðlegt og
brosandi. Hann hefir verið fjörmaður mikill og kapp-
gjarn og trygbatröM að vinfestu. Frjálslyndur maður
er han.n í raun og reynd á öllum sviðum og festir eigi
trúnað á neinar hégiljur, heldur miklu fremur á eigin
verðleik. Og einmitt sú sannfæring hefir gefið Jóni
Sigurðssyni útsýn sólarmegin.
Það mætti skrifa miklu lengra mál um pennan ágæta
landnámsmann — drengskap hans og lijálpfýsi, en til
pess er rúmið á blaðsíðmn Iðunnar of takmarkað.