Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 165
IÐUNN
Samvinnubú.
Síðan fyrir aldamótin seinustu má heita, a'ð verið
hafi stöðugur fólksstraumur úr sveitunum til kaup-
sta’ðanna. Mörgum hugsandi manni hefir á síðari árr
um verið þetta hið mesta áhyggjuefni, og hefir því
verið tekin upp látlaus barátta fyrir viðhaldi og við-
reisn svaitanna. Án þeirrar baráttu væri nú ýmsar
sveitir lagðar í auðn eða því sem næst. Starf þessara
manna befir oft verið mjög vanþakkað, einkum af
ýmisum sjóndaufum stundarhagsmunamönnum kaup-
staðanna og jafnvel af talsverðum hluta bændastétb-
arinnar líka. — Vel má það og vera, að sumt af því,
siem barist hefir verið fyrir, hafi ekki verið gert af'
nægiliegri fyrirhyggju, og að það sitandi til bóta meö
vaxandi þroska og neynsiu. Hefi ég þá einkum í huga
sikipulag fjármagns þess, er lagt hefir verið í endur-
hœtur út um sveitir landsins.
Það er ekki eingöngu af löngun fólksins eftir kaup-
stöðunum, að straumurinn fellur þangað svona striður.
Eg hefi að minista kosti orðið þess var á hverju ári
undanfarið, að úr því héraði, sem ég þekki bezt til,
hafa fleiri eða færri ungir menn horfið á brott vegnai
þess, að þedr gátu ekki fengið jarðnæði (a. m. k. ékki
viðráðanlegt) til að reisa á sín eigin heimili. Aftur
á móti er fjöldi bænda, sem búa á stórum jörðurn,
en iniota ekki nerna nokkurn hluta þeirra.
Margir yngri menn hafa lagt i að kaupa jarðir,
og eru þær þá oftast svo dýrar, að öll starfsorka
I>eirra uni langan aldur fer í að greiða jarðarverðið,.