Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Síða 166
160
Samvinnubú.
iðunn
og tapasft pannig frá framkvæmdum og umbótum
yfirleitt. Ot af psssu ástandi eru m.enn í fylstu alvöru
teknir að leggja fyrir sig jþesisa spumingu: Er pað
ekki óbeppilegt fyi'ir landbúnaðinn og íyrir fram-
kvæmdaþrótt bændanna, að jarðirnar séu eign einstak-
iinga? Væri ekki trygg ábúð undir góðum ábúða'rlög-
um heppilegri? Að minsta kosti eru fleistir farnir að
sjá, að það er alt annað en hagkvæmt, út frá sjónar-
tniði sveitanna, að bændur selji jarðir sínar, og þar
á meðal umbætur, flytji síöan í kaupsitaðina og eyði
jarðarverðinu þar, — enda líka óréttlátt, að þeir selji
sér einum í hag umbætur þær, er þeir hafa gert fyrir
styrk af almannafé. Með þessum hætti er sveitunum
isífelt að blæða, og það getur fyrr en varir orðið til
ólífis, ef ekki er tekið í taumana.
Ég býst við, að úr þessu fari mienin alment að sjá
það, að edns og ekkert vit er í öðru en að bæjarfélögin
eða þjóðfélagið í heild eigi lóðirnar í bæjunum, þánnig
sé og heppilegast, að hreppsfélögin eða þjóðfélagið eigi
jarðirniar. En ábúðarlögin ])arf að endurbæta, svo að
bændur hafi trygga ábúð á jörðunum fyrir sig og sína
nánustu, á meðan þeir sitja jarðirnar sæmilega. Einnig
þarf að tryggja þeim sanngjarnt endurgjald fyrir um-
bætur, þiegar þeir skila af sér jörðunum, eftir því hve
mikils þær umbætur verða metnar fram yfir styrk
þann, sem þeir hafa notið af almannafé til að koma
þeim í framkvæmd.
Því miður er búið að selja mikið af jörðum hins op-
inhera. Samt er talisvert eftir enn, meðal annars flest
prestssetrin.
Nú geri ég ráð fyrir, að fiestir geti orðið mér sam-
mála um það, að óheppilegt sé að láta unga presta,
efnálausa og oft stór-skulduga, setjast á stórar, nið-