Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 170
164
Samvinnubú.
iðunn
í verzlun og framleiðsilu er áreiðanlega búin að lifa sína
fegurstu daga. Samvinma og breytt skipulag verður
heróp nýja tímanis.
Jarðeignir, ibúðarhús, atvinnu- og menningar-tæ'ki
alls konar í höndum einstakra stórgróða- og fjárglæfra-
manna og svo ieigðir þjónar þeiira, sem eiga alla af-
komiu sína undir því, að geta fengið atvinnu hjá
þessum mönnunx, — það er þetta, sem nútíð og
framtíð stendur mestur voði af.
Stóratvinnurekendu rnir og aðrir auðdrottnar hafa náð
yfirráðum á veltufé vinnandi almennings og halda
heiminum í heljargreipum. Fámennur hópur manna
lifir í alisnægtum, býr við ótrúlegasta íburð í skraut-
hverf'um stórborganna og úrkynjast þar af óhófi og
sællífi. En margfalt stærri hópar fátæklinga eru flæmdlr
út í ömurlegustu skuggahverfi söinu borga, þar sem
konur og börn skjálfa af kulda og stynja af hungri',
tunz þau gefa upp öndina einhverja vetrarnóttina.
Það eru þesisir ofvöxnu heljarhrammar, sem við
og við sópa ungumi, hraustum drengjum í milljónatali
út í styrjaldir, þar sem þeim er att á móti bræðrum
sínum af annari þjóð til þess að myrða þá eða lim-
lesta, eða verða sjálfir myrtir og limlestir. Og til þess
eins, að metnaðargjamir og fésterkir yfirdrottnarar
fái enn meári völd og auð.
Af þessum voðahrömmum, scm stjórnast meir af
mammonsiiyggju en viti og mannkostum, stendur heim-
inum mestur háskinn — emnig okkur hér á friðsæla
gamla Fróni. Þeir eru þegar byrjaðir að hrifsa til
sin, og aðfarirnar verða svipaðar hér og annars staðar,
ef við gjöldum ekki varhuga við í tíma.
Stærsta friamtíðarmá'.ið er að láta sem flest af börnum
okkar njóta þess, sem lífið hefir bezt að bjóða til al-