Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 176
170
Um tvent að velja.
IÐUNN
Hann var óvenju gliaðstígur heim snjóslóðann, og
slægðin skein út úr honum.
Pétur fór upp í heyið, þegar Árni var farinn, og tók
,að leysa, en honum var órótt innan brjósts,. Hann sett-
ist á þrepið niður í tóttina og fór að hugsa uim þetta.
Pétri var margt betur gefið en að hugsa, en nú komu,
hugsanirnar í hópum og kröfðust úrlausnar. Honum
þótti gott að mega vera kyr á Löngumýri, og þetta
var svo örugt mieð borgunina. Hann hafði ekki fundið
til þess fyr en nú, hvað hann hafði átt á hættu öll þau
ár, síðan hann fór fyrst í vinnumensku. Hann hafði
ætíð verið ófús á að skifta um vistir, og nú fengi hann
að vera kyr hér á Löngumýri hjá Árna og Þórdísi.
Hann skyldi sitja. — Pétur neri hnén. Já, nú skyldi
hann sitja, tyggja tóbak Árna og vinna húsbóndanum
vel.
Samningurinn var skrifaður þá um kvöldið i tveimur
eintökum. Faldi Pétur eintak sitt niðri á koffortsbotni,
■en hitt var geymt í kommóðuskúffu Þórdísar hús-
freyju. Lét Árni þess getið við Pétur, að bezt væri að
hrófla þesisu lítið, því að rmenn kynnu að snúa því við
og bera út á annan veg en rétt væri.
III.
Það eru liðin hartnær átta ár frá framamgneindum
atburði.
Tíminn hafði lítið jafnaö reikningana fyrir Árna á
Löngumýri. Vextir og önnur áföll gamalla skulda
höfðu alveg étið upp þann Iitla mismun, er nú var
orðinn árlega tekjumegin á reikningi hans. Skuldin var
þrákelkin og virtist föst í sæti.
Árin duttu úr sögunni, eitt af öðru. Þau skiluöu
fleiri ómögum inn á heimilið og heimtuðu aukin út-