Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 178
172
IJm tvent að velja.
IÐUNfí
yfir því, að sér skyldi hafa dottið þetta snjallræði I hug.
Hann nuddaði vikugamalt skiegghýið og varð hugsi.
Mundi Árni ganga að þessu? Yrði hann ekki reiður?'
Hann Árni! Nei, hann var ósköp meinhægur í iund-
inni; hann yrði víst ekki vondur.
Vonin gerði Pétur öruggan — og framtíðin í sam-
búðinni við Rúnu. Það var óhugsandi, að hann ætti að
fara þess alls á mis.
Ösjálfrátt báru fæturnir Pétur að fjóshlöðunni, þar
sem Árni var að taka kúaheyið. Hann álpaðist inn í
hlöðuna og settist þyngslalega niður á tóman heymeis.
— Varstu að hyggja að einhverju?
— Ó-nei, ekki var það nú; ég kom hérna sona
hinseginn, sagði Pétur; það reyndist erfiðara að brjóta
upp á efninu en hann hafði hugsað.
— Það var bara viðvikjandi kaupinu, stundi hann
upp að lokum.
— Viðvíkjandi hvað? Viðvíkjandi kaupinu? Heldurðu:
að það sé kominn tími til þess að greiða ]>að — eða
hvað?
— Nei, nei; méB bara datt í hug að minnast á þaðr
— hvernig þér mundi ganga að borga í vor.
— Ja-á. Það var veörabreyting i rödd Árna. — Það<
var alveg rétt af þér, Pétur minn. Ég skal segja þér,
mér hefir dottið í hug að biðja þig að lána mér það.
eitt, tvö ár enn þá. Þú hefir nú ekkert með ])að að.
gera eins og stendur.
— Ekkert með það að gera! Röddin var þráaleg. Jú,.
ég vil fá það; fá það alt í vor.
Áma varð orðfátt. HveT déskotinn hafði farið út og.
upp undir karlinn? Hér þurfti að viðhafa iempni.
— Ég á mjög óhægt með það, Pétur minn, aö borga.
þetta í ár; ég held ég geti það alls ekki.