Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 180
174
Uni tvent að velja.
IÐUNN
IV.
Mér jiykir h,ann hálf-ótryggur hérna, mælti Árni
við Pétur vinnumann sinn. Þeir voru á heimleið með
tvö heyæki utan úr engjum, nokkru eftir hið fyrnefnda
samtal þeirra, og lá leið ]>eirra yfir vatn allstórt, seni
var á milli engja og bæjar.
Árni slepti taumnum á hesti sínum og gekk utar á
ísinn til að reyna hann. Þeir voru komnir nærri landi;
féllu lænur þar í vatnið og mynduðu uppætur eylitiar.
Árni keyrði broddstafinn niöur í ísinn. Ef það gæti nú
viljað svo heppilega til, að Pétur slompaðist hérna ofa;n
í alveg óvart; ekki væri það sér að kenna, þó hann
færi. ... — ísinin brast undan Árna, og hann færðist í
kaf.
Árni naði í skörina. Hann stóð i botni. Stafurinn lá
á vakarbarminum.
— Pétur! Hjálpaðu mér! Kastaðu til mín reipi undir
eins!
Ef Pétur neitaði nú að draga hann upp, nema með
vissum skilyrðum, flaug i hug Árna. Nei, hann ætlaðit
að hjálpa honum, karlsneypan.
Árni stóði þarna í vatni upp að öxlum og hélt sér
í skörina. Hainn greip stafinn og leitaði út undir ísinn.
Það fór grynkandi; hann kæmist í land, jafnvel án
hjálpar Péturs; ísinn var svo veikur, að auðvelt mundi
' reynast að brjóta hann.
Pétri var annað nær skapi en að svíkja. Honum þótti
lakast hvað hann var seinhentur. Hann ætlaði aldrei að
geta leyst ábindingsreipið af böggunum.
Hann kastaði reipinu til Árna, sem saup hregg við‘
skörina og virtist þjakaður.
— Þarna er reipið! kallaði Pétur; hann hélt í reipið
annari hendi, en hinni, i heyækið.