Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 181
IÐUNN
Um tvent að velja.
175-
— ÆtlaTðu ekki að taka í reipið?
— Nei! Ég held þaö sé bezt að ég sleppi og sígi hérna
niður í hylinn. Rómurinn virtist hálfkæfður af niður-
bældum gráti. — Mér væri það víst betra en að þurfa
að fara heim og halda áfram í þessari eymd, sem ég
er í.
Pétur gapti. Gat það verið meiningin, að húsbóndinn
blessaður ætlaði að fara að drekkja sér þárna í vök-
inni?
Árni sei/g í vatninu og slepti annari hendi.
Nei, Árni! Árni! Ertu . . . hvað ætlarðu að gera?
Pað er pór að kenna, Pétur, að ég vil ekki lifa
lengur ... að ég ætia . . . ég get ekki borgað þér
þetta, sem þú átt hjá mér. Nei, mér er víst bezt að fara.
Pétri ægði þetta. Var Árna alvara ? Var hann að neyða
húsbóndann til þess að fremja sjálfsmorð? Hann haföi
aldrei viljað Árna ilt. Honum Árna! Hann hafði ekki
óskað nokkrum manni ills. — Ásökun Árna hitti tilfinn-
ingar Péturs eins og svipuhögg.
— Þú hefðir eins getað gert það með eigin hendi
eins og að neyða mig til þess. — Það var mjög dregiið
af róm Árna. — Það er pér að kenna, ef ég ferst
hérna í vökinni.
— Árni! Æi, taktu í reipið, Árni rninn! Gerðu það
fyrir mig, fyrir okkur, fyrár hana Þórdísi, blessaða kon-
una. Geröu það, Árni minn!
Pétur! Það er ekki nema um tvent að velja. Ef ég
lofa pér að draga mig Upp úr, þá verður þú að lofa
því að gefa mér upp borgunina. Þá verðum við vinir,
og þú verður hjá mér alt af, og ég . . . ég skal reynast
þér eins vel og ég get. Annars er bezt að ég fari.
Pétur hélt sér í heyækið og riðaði. — Tvent að velja!
Aldrei skyldi það fara svo, að hann drægi hann ekki