Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 185
JÐUNN
Nýtl skáldrit.
179
og órnenta'öri. Sökum uppmnalegs og mannlegs eðli-
leika fær hún a‘ð tengjast hugsjóninni um stundar sakir.
i ást Arnalds og Sölku Völku sameinast hugsjón og
veruleiki, orb og verk, mentamaður og alþýðumaðmv
Kynningin vi'ð Arnald gefur þrám Sölku Völku fylling,
lífi hennar hamingju og þ,á útsýn, er gerir það þess vert
að lifa þvi. „Áður en þú komst, þá svaf ég, og reyndar
alt í þessu plássi. Svo komst þú og vaktir mig. En síð-
an ég vaknaði til þín, þá er ég hara partur af þér og
ekkert sjálf. Pú ert lífið mitt . . .“, segir ást Sölku Völku
vi'ð Arnald. En hugsjónin er hvikul og ótrygg. Jafnvel
þótt veruleikinn sé sannleikurinn í Jífi hennar, þá er
flugið eðli hennar. Arnaldur yfirgefur Sölku Völku.
Þannig er þa'ð: Steinþór býr undir. Arnaldur svífur yfir.
Milli þeirra fer frarn sko])leikur og harmleikur lífsins.
En bak við er „hreyfillinn mikli, sem stjórnar öllu í
plássinu, þótt hann sé falinn bak við dagana“.
Margar ágætar persónur hefir skáldið skapað i þess-
ári sögu. Því getur heppnast eins vel einföld og stór-
brotin skapgerð. Mikil framför er hjá Halldóri frá því
í Vefaranum mikla að> þvi leyti, hve persónurnar eru
sjálfstæ'ðari gagnvart honum eða hann hlutlausari gagu-
vart þeim. Hann sér orðið yfir og stendur í hæfilegum
fjarska og getur orðið skift sér þannig, a'ð hann lifir
ekki einungis í þersónunum, heldur Iíka utan og ofan
við þær. Það er skilyrði allrar skáldsnildar. Höfuðper-
sónan í sögunni er Salka Valka. Við hana leggur skáld-
ið mesta rækt og hlífir henni þó ekki við neinni rauiiu
bessi íslenzka fiskistúlka frá fyrri hluta 20. aldar mun,
lengi verðá í minnum, höfð. Slíkt eru ekki hversdags-
persónur í skáklskap. Snillilegt er, hvernig skáldið finn-