Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Side 186
180
Nýtt skáldrit.
IÐUNN
ur líkingar og skýringar fyrir skapgerð hennar og eðli
í umhverfi, veðráttu, starfi Sölku og viðurværi. Festu
hennar og einbeittni hefir Halldór þjappað saman í
eitt tilsvar hennar: „hnei“. í raunum lífsins setur hún;
„knúana milli tannanna". Og „það er fisklykt af hönd-
unum á henni“. Hún verður ekki skilin frá saltfiskinum
og plássúnu. Engin hinna persónanna jafnast á við han,a,
þótt ágætar séu, Arnaldur, Sigurlína, Bogesen. Steinþór
er gallaður. Viðkvæmur mátti hann aidrei verða. August
er betri hjá Hamsun. Börn Bogesens eru sviplaus.
Annars tekst Halldúri oft á við mestu snillinga, eins
og Dickens, að einkenna persónur sínar með fáum
dráttum, svo þær verði ógleymanlegar. Eyjölfur gamli
og Kvia-Jukki eru háíslenzkir, og Guðmundur Jónsson
kadett er ágætur. En yfir höfuð má segja, að skáldinui
heppnist því betur sem meira reynir á. Og hvergl
hopar það. Söiku Völku lætur það gera upp við alla,
móður sína, Steinþór, Guju og Arnald, alls staðar með
snild. Slíkt er ekki heiglum hent.
Bygging sögunnar er í heild mjög snjöll. Öflum að-
dráttar og flótta er mikið beitt. Pað gefur sögunni vidd
um leið og það bindur hana saman. Þetta sést greini-
lega hjá imæðgunum, Sigurlínu og Sölku Völku. Ættar-
bönd og eðlisskyldleiki tengir þær saman, afbrýðisemi
Sigurlínu og ótti Sölku Völku við örlög móður sinnar
hrindir þeim sundur. Eins hræðist Salka Steinþór og
dregst að honum í senn. Skáldið teflir aftur og aftur
fram andstæðum, ýmist ólíkum skapgerðum eða and-
stæðum öflum, svo sem ást og hatri, sorg og gleði,
lífi og dauða. Sama lögmál ríkir í stílnum og nær
niður til efnstakra setninga. Skáldiö beitir annars rnargs
konar aðferðum til þess að kalla fram áhrif. Inn í
miðja bænasamkomu lætur það koma áflog, á helgi-