Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 187
IÐUNN
Nýtt skáldrit.
181
stundum blót og ragn. Nokkrir gallar eru í skipun
persónanna. T. d. eru börn Bogesens gerð alt of léleg
til |)ess að menn taki mark á þeim. Þar ber á hlut-
drægni og áhrifum frá almenningsálitinu. Aftur á móti
er Bogesen sjálfur mjög sterk persóna á sínum stað.
Læknirinn missir marks. Sterkara hefði orðið í sögunni,
gæti mönnum fundist, ef kirkjan hefði haft hlutverk
hjálpræðdshersins, en þá hefði Sigurlína orðið að vera
önnur. Um slíka hluti má deila. Á einum stað að minsta
kosti er skáldið ekki laust við gömlu boðskaparhneigð-
ina, það er þar sem það flytur fagnaðarerindi kynferðis-
nautnarinnar. Mér þykir Arnaldi spilt með því gagnvart
Sölku Völku. Snjalt er, hvernig skáldið gerir uppáhalds-
sálm Sigurlinu áð skopviðlagi við þján'tngar hennar og
ósigur í lífinu. Þá ekki síður, hvernig það lætur fugla-
gargið Ver,a undinspiil í síðari helmingi sögunnar (PugL-
inum í fjörunni). Annað gæti ekki farið betur við stjórn-
málaþrefiö — hávaðasemin kring um ætið.
Mál Halldórs er með alt öðrum blæ og af annari gerö>
en þekst hefir hér í skáldskap. Hann forðast yfir höfuð
venjulegt skáldamál, en eys úr daglegu tali og eigin
lind. Hann er oft eins og á þönum eftir afkáralegum
orðum og skellir þeim þar, sem honum sýnist, hvort
sem þau eiga þar við eða ekki. Það fer nátíúrlegai
ekki alt af vel. Þá er eins og honum hafi þótt tiílkomiu-
lítið, ef ekki sigldi hann með nokkur lík í lestinni, það
er orð, sem löngu eru dauð og úrelt. Hins vegar er
auögun tungunnar og nýsköpun í máli svo stórfeng-
leg hjá skáldinu, að verð er sérstakrar rannsúknar.
Hann notar eflaust fleiri orð en nokkur annar islenzkur
rithöfundur. Sntáorð nægja honmn sjaldnast. Hann þarf
oft á mestu lengjum að halda, annars eru þau ekki
nógu fyrirferðarmikil handa honum. Úr brimsorfnu