Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 190
184
Nýtt skáldril.
ÍÐUNN
kjarnans er aö leita. Hún afhjúpar mennina, sýnir þá
bera, eins og peir eru in.nan undir gervi áhugamálanna.
Hún upprætir viðkvæmni og velluskap, tætir sundur
fláttsikap, hræsni og yfirskin, hjá hverjum sem jrað
birtist. Hún sýnir átakanlega heimskuna og pjösnaskap-
inn, eins og þau sijást t. d. uppmáluö saman í sietning-
unni: „hvern andskotann, höh“. Hún afsakar ekki einn
me'ð öðrum, heldur leitar persiónulegrar ábyrgðar, eða
að minsta kosti persónulegrar skýringar. En hverri
djúpri, mannlegri tilfinningu fagnar hún, hverri frjálsri
hugsun, allri hreinskilni. og djörfung. Það er ekki frelsis-
þrá skáldsins eins, sem brýzt þarna fram, heldur rís
þar eðli Isiendingsins undan margra alda kúgun, á-
stríðuríkt og stórbrotið á ný. Sagan er órækasta sönn-
unin fyrir því, að við erum aftur orðin frjáls þjóð.
Sagan viill vera aljrý'ðleg. Skáldið tekur efniö úr
þjóðlífi okkar, éims og það er nú. Flest málefni, sem
daglega eru á vörum manna oig áhuginn snýst um, eru
tekin til meðferðar, stjórnmál, trúmáJ, kynferðismál
'O. s. frv. Skáldi'ð talar alls staðar beint til nútímamanns-
ins. Menn skipast i flokka urn Halldór út af skoounum,
án þess nokkru sinni að hafa gert sér grein fyrir lista-
gildi bóka hanis. Hann hefir eitthvað að flytja hverjum
einum. Og jafn.-aðgengilegur og hann er fjöldanium í
efnisvali, svo er einnig í máli. Hann velur lýsingarorð
sín „í samræmi við sáiarlíf fólks, sem hefir nærst1 á
lifruðum kútmögum og ísudúfum frá öndverðu“, eins
og han,n kemst sjálfur að orði. Og þær persónur, sem
hann leggur mesta rækt við að Iýsa, er verkalýður
og alþýðufólk. Sú stefn.a skáldsins er því augljós, að
sníða sögur sínar við hæfi alþýðunnar, um leið og það
sækir listinni nýja frjóvgun, kjarna og kraft til hennar.
En sannast að segja er Halldór langt frá því að vera alr