Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 191
IÐUNN
Nýtt skáldrit.
185
þýðuskáld í venjulegri merkingu þ-ess orðs. Það getur
skýrst með samianburði viö ljóðskáldið Davíð Stefáns-
son. Hann er alþýðu eign, rödd hennar (með viðeigandi
hátíðablæ) og smekkur (það er annaö mál, að hann
mætti vera þroskaðri). Halldór er listamaður, sem yrkir
fyrir alþýðuna og þekkir hennar sjónarmið. Halldór
er hálært skáld, sem hefir tileinkað ,sér aðferðir
listarinnar. Það, sem muninn gerir, er einmitt þetta,
að fram að honum höfum við átt tóma fúskara, með
hionum eignumst við lærðan listamann, sem tekur starf
sitt alvarlega og hefir ábyrgðartilfinniingu gagnvart
sjálfum sér og þjóö siinni.
Sérstaða Halldórs sem listamanns skýrist að nokkru
leyti við ástandið, sem fyrlr er í skáldskapnum hér
heima. í atvimnulífi þjóðarinnar hefir farið fram algerð
bylting. Frá róðrarbátum til botnvörpunga, rekum til
jnifnabana, ljáum til sláttuvéla er stórt stökk. Við get-
(um ekki gert okkur grein fyrir nýjungunum, sem t. d.
bílar, raímagn og útvarp eru tákn fyrir. En meðan
framkvæmdamennirnir tóku upp nýtízku-tæki á verk-
legum sviðum, fóru skáldin að mestu leyti gamla troðn-
inga. Bókmentirnar átti bókstaflega að verja fyrir öllum
nýjungum. Þangað mátti ekki berast neinn hressandi
blær. Alt andlegt uppeldi þjóðarinnar hefir miðað að
því að þrengja Iiugsun og tilfinningum nútímamannsims
inn í forn og úrelt form máls og stíls. Annað hefir ekki
verið talið íslenzka en fornmálið. Alla hefir átt að
svínbeygja undir lögmál þesis. Við höfum verið svo
einfaldir að láta telja okkur trú um, að það sé heiður
fyrir okkur, hve málið hefir haldist óbreytt. En auðvitað
er það ekkert nema sönnun fyrir því, að við tirðum
aftur úr, þegar aðrar þjóðir tóku vexti og þroska.
Stöðnun í máli táknar stöðnun menningar. Málið er