Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Qupperneq 192
186
Nýtt skáldrit.
IÐUNN
ekki dauður búningur, heldur lifandi líf, meðan þjóðin,
sem það á, lifir. Það vex og tekur breytingum með
hverri kynislóð, ef það fær að hlýða eðli siniu. Og það
lætur aldrei kúga sig til lengdar. Og slík kúgun hefnir
sín í öllu andlegu lífi þeirrar þjóðar, sem henni beitir.
Það hefir skáldskapur okkar á síðustu timum borið
.órækt vitni um. Við höfum í ljóðlistinni haldið dauða-
haldi í gömul form, fægt þau og sorfið. Þar hefir engu
mátt um þoka. Og ný hugsun eða nýr andi hefir ekki
komist þar fyrir, enda þótt vanhelgun, ef sézt hefði.
T. d. kom í „Vöku“ kvæðið „Söknuður" eftir Jóhann
Jónsson. Það er einstakt í 20. aldar ljóðagerð hér á
iandi, fyrir samræmisríka hrynjandi og fullkominn heil-
leik, er sýnir, að kvæðið er sál af sál skáldsins. En mn
það fórust einum ritdómara orð á þá leið, að það gæti
ekki kallast kvæði. Það var ekki rímað. Stundum sést,
að ritdómarar, sem að jafnaði leggja blessun sína yfir
hverja ljóðasmán, eru að benda skáldunum á að taka
sér ný yrkisefni, rétt eins og þá væri alt fengið. Nei,
nýjan anda vantar, skáld, sem hefir slitið af sér
fjötra rímsins og gefur ljóðunum hrynjandi samtímans
og skáldsálar sinnar. Hvaða ljóðabók, sem berst i jhiend-
ur, þá eru þær allar svo að segja eins. Einar og Davíð;
standa einir upp úr. Flest hin skáldin yrkja eáins og
Einar eda Davíð, eða eins og Einar o(7 Davíð, eða eins
og eldri skáldin okkar. Persónulegan svip vantar. Það
birtast varla islenzk kvæði, sem lesandi eru. Þaueruflest
hol innan, tóm skurn og rímglamur. Efni og búningur
er aðfengið, og málið yrkir sig svo að segja sjálft. Það
ei orðið svo vant því að renna i gömlu mótin. Aldnei
hefir sú krafa iistarinnar, að skáldið eigi að fela sig'
bak við verkiö, veriö betur uppfylt en hér. Það sést
ekki, að skáld hafi komið nærri kvæðunum. Og svipað